Skjálftahrina nálægt Eyrarbakka

Frá Eyrarbakka.
Frá Eyrarbakka. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Jarðskjálftahrina stendur yfir í Ölfusi, um 5 kílómetrum norðvestan við Eyrarbakka. Um 40 skjálftar voru staðsettir þar síðan í gær, en sá stærsti mældist 2,5 stig klukkan rúmlega 13 í dag. Að sögn Martin Hensch, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn á Eyrarbakka.

Aðspurður hvort að þetta sé ekki óvenjulegur staður fyrir jarðhræringar svarar Martin því neitandi. „Nei, skjálftarnir hafa verið rétt vestan við svokallaða Krosssprungu sem hreyfðist í Suðurlandsskjálftanum 2008.“ Hann segir það ólíklegt að stærri skjálftar geti fylgt í kjölfarið. „Það lítur ekki þannig út en það er ekki útlokað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert