Bætur að aukast meira en launin

Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins við Laugaveg.
Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins við Laugaveg. mbl.is/Eggert

Greiðslur frá Tryggingastofnun hækkuðu mun meira á síðasta ári en laun og tengd hlunnindi. Launin hækkuðu um 6,1% en greiðslur Tryggingastofnunar um 10,5%.

Þróunin hefur verið í þessa átt síðustu árin eins og sjá má á samantekt um álagningu skatta á einstaklinga í ár, vegna tekna á síðasta ári, sem birt er í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra sem kemur út á morgun.

„Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launagreiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá,“ skrifar Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, en fjallað er um grein hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert