Hjónavígslur aðeins hjá sýslumanni

Laufey Rún Ketilsdóttir er formaður SUS, Sambands unga sjálfstæðismanna.
Laufey Rún Ketilsdóttir er formaður SUS, Sambands unga sjálfstæðismanna.

Ungir sjálfstæðismenn munu á landsfundi flokksins leggja til að hjónavígslur færist alfarið í hendur sýslumannsembætta þannig að tryggt verði að hinsegin fólk geti í öllum tilvilvikum gengið í hjónabönd. Þá verði í framhaldinu hafin vinna við að aðskilja ríki og kirkju.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá ungum sjálfstæðismönnum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í stað og munu ungir sjálfstæðimenn leggja fram hátt í 80 breytingartillögur á ályktunardrögum málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem hefst í dag.

Þar segir meðal annars að ungir sjálfstæðismenn leggi til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður sem og Ríkisútvarpið.

Telja þeir ótækt að um hver áramót sé lífi einstakilnga með fjölfatlanir kúvent því samningur um Notendastýrða persónuulega aðstoð hefur ekki verið lögfestur. Þá sé mikilvægt að betri heilbrigðisþjónusta sé veitt á fyrsta þjónustustigi og að útboðsrekstur heilsugæslna sé besta leiðin til að svara þeirri kröfu og viðhalda gæðum.

Þá segir einnig að leggja þurfi áherslu á að aðstoða og hjálpa því fólki sem glímir við fíkn í stað þess að refsa því. Ungir sjálfstæðismenn standa þess vegna fast á því að fíkniefni skuli afglæpavæð og skaðaminnkunarúrræði skuli höfð að leiðarljósi í stað refsinga.

Ungir sjálfstæðismenn telja ótækt að enn í dag sé samkynhneigðum karlmönnum meinað að gefa blóð. Þeir telja einnig að engin þörf sé á mannanafnanefnd og að hún skuli lögð niður. „Stjórnvöld eiga að treysta foreldrum fyrir því að nefna börn sín,“ segir í tilkynningu.

Í tilkynningunni segir einnig að mikilvægt sé að grynnka á skuldum ríkissjóðs, meðal annars með því að selja ýmsar eignir ríkisins, þar á meðal ISAVIA og Landsbankann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert