Makrílsamningur án Íslands

mbl.is/Helgi Bjarnason

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar gengu í gær frá samningi um makrílveiðar á næsta ári en samið var um að heildarafli yrði minnkaður um 15%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu skosku heimastjórnarinnar.

Haft er eftir Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, að vísindamenn hafi ráðlagt 37% minni heildarkvóta en að ákveðið hafi verið að rétt væri að horfa til lengri tíma og gera ráð fyrir 15% minni kvóta næstu árin.

Fulltrúar Íslands sátu viðræðufundinn sem fram fór á Írlandi en samkvæmt upplýsingum mbl.is snerust viðræðurnar að litlu leyti um mögulega aðild Íslendinga að samningnum. Ísland mun því að öllum líkindum áfram gefa út einhliða makrílkvóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert