Gæsluvarðhald í manndrápsmáli

Maður á fertugsaldri var handtekinn í gær og hefur hann …
Maður á fertugsaldri var handtekinn í gær og hefur hann nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. mbl.is/Júlíus

Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í gærkvöld grunaður um manndráp, hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 6. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Maðurinn er grunaður um að hafa orðið manni að bana í húsi við Miklubraut í Reykjavík í gærkvöld.

Lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í húsinu kl. 21:55. Þegar hún kom á staðinn örskömmu síðar fannst karlmaður um sextugt á staðnum. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Lagt var hald á eggvopn, sem grunur leikur á að hafi verið notað við verknaðinn. Hinn látni bjó í húsinu og meintur gerandi sömuleiðis, en enginn annar er grunaður í málinu.

Íbúar fengu áfallahjálp 

Hinn látni var um sex­tugt

Mann­dráp við Miklu­braut

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert