Bandarísk heimildamynd um íslenska jógastöð

Sólveig Þórarinsdóttir segist vera gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur ...
Sólveig Þórarinsdóttir segist vera gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem jógastöð hennar, Sólir, hefur fengið. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Bandarískt teymi í samvinnu við Íslenska framleiðslufyrirtækið Silent er nú statt á Íslandi til þess að taka upp heimildarmynd um Sólir, jógastöð sem opnaði í vor úti á Granda. Heimildarmyndin fjallar um jógakennara sem hafa fylgt köllun sinni og náð gífurlegum árangri á sínu sviði. 

Sagan heillaði 

Eigandi Sóla, Sólveig Þórarinsdóttr segir að hún sé mjög þakklát fyrir að hafa verið valin til þáttöku í heimildarmyndinni sem heitir Yoga Graduates - Success Stories. „Í umsóknarferlinu fengum við tækifæri til þess að segja aðeins frá okkar sýn og hvernig við vildum verða leiðandi í því að byggja upp jógamenningu á Íslandi.   En þessi saga þar sem látið er af þörf fyrir neyslu og peninga í skiptum fyrir hófsamari lífstíl og almennt heilbrigði virðist alltaf ná til fólks," segir hún og brosir.  

Sólveig starfaði við verðbréfamiðlun í mörg ár en ákvað svo að hún ætlaði að umbreyta lífi sínu. „Ég þurfti að taka smá „time out“ eftir tíu ára skeið þar sem ég var í námi, vinnu og eignaðist þrjú börn á fimm árum. Ég féll fyrir heitu jóga, fór til Asíu til að afla mér kennsluréttinda og byrjaði að kenna hér á Íslandi. Í kjölfarið gaf ég út bókina Jóga fyrir alla sem fékk frábærar viðtökur og hef unnið hörðum höndum að því að opna nýju jógastöðina mína, Sólir sem er einstök hér á landi. Ég er mjög stolt af henni.“

Jógastöðin er staðsett í gömlu fiskvinnsluhúsnæði úti á Granda og ...
Jógastöðin er staðsett í gömlu fiskvinnsluhúsnæði úti á Granda og hefur mikið verið lagt í hönnun hennar. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Vitundarvakning á Íslandi

Sólir er nútímaleg jógastöð staðsett úti á Granda í gömlu fiskvinnsluhúsnæði en þar er boðið upp á margar tegundir af jóga. Sólveig segist gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem stöðin hefur fengið. „En við erum samt sem áður mjög meðvituð um það að það þurfi að halda vel utan um reksturinn til að tryggja áframhaldandi velsæld og vöxt til framtíðar.“

Hún telur mikla vitunarvakningu vera um jóga hér á landi. „Við Íslendingar erum almennt mjög opin og tilbúin í nýjungar. Hins vegar höfum við alltaf verið ákaflega líkamsmiðuð þegar það kemur að heilsurækt og ekki horft á stóra samhengið, það er að segja,  að sameina andlega og líkamlega iðkun.“

Spurð hver sé sérstaða Sóla sem jógastöð segir hún það án efa vera fjölbreytileikann sem þar ríkir.  „Við bjóðum upp á allt undir sólinni þegar það kemur að tegundum jóga auk þess sem við bjóðum upp á vettvang sem er nærandi í alla staði, hér erum við með lífrænar og hreinar veitingar frá Systrasamlaginu, við bjóðum upp á hugleiðslu, næringarráðgjóf og markþjálfun. Auk þess erum við öðruvísi, húsakynni okkar eru sérstök og andrúmsloftið einstakt. Við erum afar ólík hefðbundum líkamsræktarstöðvum hvað varðar nánast allt og laus við þetta aukna áreiti sem einkennir nútímasamfélag.“

mbl.is

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...