Brotist inn á vef Útvarps Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Svo virðist sem brotist hafi verið inn á síðu Útvarps Sögu í gærkvöldi og tölvuþrjótar sett þar inn skoðanakönnun þar sem spurt er hvort Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri sé fyllibytta eður ei.

Arnþrúður hefur sett inn færslu á Facebook þar sem hún segir að um innbrot á heimasíðu Útvarps Sögu og facebook sé að ræða og skoðanakönnunin sé ekki á ábyrgð stöðvarinnar.

„HJÁLP, HJÁLP----Ágætu vinir, það hefur verið brotist inn á heimasíðu Útvarp Sögu og búið að rústa öllu. Sömuleiðis búið að rústa facebook-síðunni. Skoðanakönnun sem nú hefur verið sett inn er ekki frá Útvarpi Sögu. Það eru einhverjir mannhatarar hér á ferð og sennilega rasistar líka, þegar vel er að gáð. Svo merkilega vill til að visir.is setti þetta inn sem frétt kl. 23.00 í kvöld á sama tíma og Facebook-síðan okkar var eyðilögð. Farið endilega inn á athugasemdakerfið hjá þeim og spyrjið um heimildarmenn........Kv. Arnþrúður,“ skrifar Arnþrúður í opinni Facebook-færslu.
Skjáskot af opinni færslu Arnþrúðar Karlsdóttur
Skjáskot af opinni færslu Arnþrúðar Karlsdóttur
mbl.is