Heildarsamkomulag á vinnumarkaði

mbl.is/Styrmir Kári

Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta.

Samkomulagið nær til ársins 2018, en í tilkynningu kemur fram að þar eigi að stöðva svokallað „höfrungahlaup á vinnumarkaði“ með sameiginlegri launastefnu.

Nýtt samningalíkan gerir ráð fyrir að svigrúm launabreytinga verð skilgreint út frá samkeppnisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum og munu samningar við útflutningsfyrirtæki móta svigrúm til launabreytinganna.

Þá verður jöfnun í lífeyrisréttindum á almenna og opinbera vinnumarkaðinum, en á móti verður opinberum starfsmönnum tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði. Þá verða kjarasamningar miðaðir við að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert