Ræddu Churchill í þinghúsinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur á móti David Cameron.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur á móti David Cameron. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var ljómandi fínn fundur og óvenju langur og ítarlegur af svona fundi að vera,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, en fyrr í dag átti hann tvíhliða fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, inni í Alþingishúsinu.

Skömmu eftir að Cameron yfirgaf Alþingishúsið gaf Sigmundur Davíð sér tíma til þess að ræða stuttlega við blaðamann mbl.is um fund þeirra. Ræddu ráðherrarnir meðal annars öryggis- og varnarmál, baráttuna gegn Ríki íslams og stöðuna í Sýrlandi. 

Vinnuhópur um sæstreng milli landanna

Ráðherrarnir ræddu einnig samstarf í orkumálum og var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að kanna mögulega tengingu landanna í gegnum sæstreng. Sigmundur Davíð sagðist hafa fyrirvara um lagningu sæstrengs. Forsenda fyrir mögulegri lagningu sæstrengs í framtíðinni væri að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækki ekki. Eðlilegt er þó að eiga viðræður við Breta um þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem lagning sæstrengs á milli landanna gæti haft í för með sér. Miðað er við að umræddur vinnuhópur skili niðurstöðu innan sex mánaða. 

Sigmundur Davíð segir þá einnig hafa farið yfir sögu pólitískra samskipta Íslands við Bretland.

„Þar hefur gengið á ýmsu og vildum við gera það upp,“ segir Sigmundur Davíð og heldur áfram: „Við erum fegnir að vera komnir yfir öll þau vandamál,“ en á fundi ráðherranna sammæltust þeir um að nú væri tími kominn til þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna. Þá kom Sigmundur Davíð einnig á framfæri óánægju með beitingu hryðjuverkalaga þáverandi ríkisstjórnar Gordons Brown gegn Íslandi árið 2008.

Spurður hvort Evrópusambandið hafi borið á góma kveður Sigmundur Davíð já við. „Það var töluvert fjallað um það og um leið áhuga Camerons á að reyna að breyta því. Við vorum sammála um þörfina fyrir breytingar en sjáum svo til hvort hann nái sínu fram þar.“

Sigmundur Davíð segir þá einnig hafa rætt þann mikla fjölda flóttamanna sem kominn er til Evrópu. „Bretland hefur fylgt að miklu leyti sömu stefnu og íslensk stjórnvöld þegar kemur að þeirri áherslu að bæta ástandið í flóttamannabúðum nærri Sýrlandi. Og taka við flóttafólki beint þaðan fremur en að senda þau skilaboð að ekki sé tekið á móti fólki nema það leggi af stað í hættuför með smyglurum,“ segir hann. 

Næst verður Geysir sóttur heim

Er þetta í fyrsta sinn á lýðveldistímanum sem forsætisráðherra Bretlands kemur í heimsókn til Reykjavíkur. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, sótti Ísland heim hinn 16. ágúst 1941 og fundaði með íslenskum stjórnvöldum.

Aðspurður segir Sigmundur Davíð þá Cameron hafa rifjað upp heimsókn forsætisráðherrans fyrrverandi.

„Hann er mikill aðdáandi Churchill og hafði því gaman af að ræða þá heimsókn. Cameron nær hins vegar ekki að sækja sömu staði heim því breski sendiherrann telur að Churchill hafi farið að skoða hveri í sinni heimsókn. En það gefst víst ekki tími til þess núna,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við: „Ég sagði honum hins vegar að hann væri velkominn aftur og þá myndum við skoða saman Geysi.“

Á morgun munu forsætisráðherrar Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og forsætisráðherra Bretlands ræða um áhrif skapandi greina og nýsköpun í opinberri þjónustu á málþinginu Northern Future Forum sem haldin er í Reykjavík.

David Cameron mætti fyrst í Iðnó.
David Cameron mætti fyrst í Iðnó. Mynd/Kristján H. Johannessen
Bílalest Cameron bíður eftir forsætisráðherranum breska.
Bílalest Cameron bíður eftir forsætisráðherranum breska. Mynd/Kristján H. Johannessen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...