Arðgreiðslur og endurkaup hækkuðu um 64%

Vísbendingar eru um að arðgreiðslur og endurkaup skráðra félaga á aðallista Kauphallarinnar hafi náð hámarki og verði minni á næsta ári en í ár.

Þetta er mat Jóhanns Viðars Ívarssonar, sérfræðings hjá IFS-greiningu, sem bendir á í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að arðgreiðslur séu óvenju háar í ár.

Samtals námu arðgreiðslur og endurkaup hjá félögum á aðallistanum 17,3 milljörðum króna árið 2014, vegna rekstrarársins 2013, og 28,4 milljörðum á þessu ári. Var það aukning um 64% á milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert