Matargerð, orkumál og bók eftir Einar Fal

David Cameron ræddi við Bjarna í morgun.
David Cameron ræddi við Bjarna í morgun. Styrmir Kári

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hitti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í dag og bar íslenska matargerð meðal annars á góma. Þá voru hefðbundnari mál einnig rædd, eins og orkumál og samvinna landanna á ýmsum sviðum. Frá þessu segir Bjarni á Facebook-síðu sinni nú í kvöld.

Bjarni segir að Cameron hafi verið mjög hrifinn af íslenskri matargerð og að fundur þeirra hafi verið góður. Segist hann auk þess hafa fært Cameron bókina Sögustaði eftir Einar Fal Ingólfsson, ljósmyndara, sem Bjarni segist halda mikið upp á.

Í bókinni eru ljósmyndaverk sem taka hliðsjón af vatns­lita­mynd­um, teikn­ing­um og ljós­mynd­um sem breski mynd­list­armaður­inn og forn­fræðing­ur­inn William Gers­hom Coll­ingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyr­ir í Íslend­inga­sög­un­um á tíu vikna ferðalagi um Ísland sum­arið 1897.

Við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áttum góðan fund í dag, þar sem við ræddum allt frá íslenskri matargerð,...

Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, 29 October 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina