Ríkissjóður fær 500 milljarða

Samsett mynd/Eggert

Slitabú föllnu bankanna munu afhenda ríkinu um 500 milljarða eignir í tengslum við samþykkt nauðasamninga þeirra. Dómstólar fá frest fram til 15. mars til að staðfesta samningana.

Þær eignir sem búin munu láta af hendi geta hækkað í verði og því gæti hið raunverulega framlag, að mati stjórnvalda, endað í allt að 600 milljörðum. Ein veigamesta eignin sem um ræðir í þessu tilliti er 95% hlutafjár í Íslandsbanka, sem að öllu óbreyttu verða afhent ríkinu á næsta ári.

Stöðugleikaframlag búanna mun þó ekki einskorðast við hið beina framlag. Þau munu einnig fara í langtímafjárfestingar í íslensku bankakerfi og nema þær tæpum 240 milljörðum. Þá munu búin endurgreiða 69 milljarða lán sem veitt voru í tengslum við stofnun og fjármögnun hinna endurreistu fjármálastofnana, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu og ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert