Meintur svikari áfram í gæsluvarðhaldi

Maðurinn er grunaður um umfangsmikil fjársvik og vörslu barnakláms.
Maðurinn er grunaður um umfangsmikil fjársvik og vörslu barnakláms. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Erlendum karlmanni, sem grunaður er um umfangsmikil fjársvik og um hafa undir höndum mikið magn barnakláms, verður gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi fram til 5. nóvember, en Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 29. október þess efnis.

Frétt mbl.is: Grunaður fjársvikari með barnaklám

Maðurinn á sér nokkra sögu fjársvika erlendis og segir lögregla hann vera grunaðan um umfangsmikil auðgunarbrot hér á landi.  Að mati lögreglu sé hann „vanaafbrotamaður sem lætur sér ekki segjast og hafi sýnt það í verki að hann hafi og muni halda brotum sínum áfram verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi á nýjan leik,“ sagði í frétt mbl.is um miðjan september, þegar Hæstiréttur hafði staðfest fyrri gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum.

Lögreglan hefur frá í júní sl. haft til rannsóknar mál er varða ætlaða refsiverða háttsemi mannsins. Annars vegar ætluð fjársvik í farmiðakaupum og hins vegar ætlaða vörslu og dreifingu á myndum og myndböndum sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 12. ágúst sl.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert