Skip sökk í Reykjavíkurhöfn

Perlan að sökkva í Reykjavíkurhöfn
Perlan að sökkva í Reykjavíkurhöfn

Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun en verið var að sjósetja skipið eftir að hafa verið í slipp. Að sögn vaktstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að koma öllum frá borði. Um mannleg mistök er að ræða, segir framkvæmdastjóri Slippsins, Bjarni Thoroddsen.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri segir að þrír um borð en þeir komust allir frá borði án þess að hafa blotnað mikið. 

Svo virðist vera sem gleymst hafi að loka botnlokum segir Bjarni í samtali við mbl.is en hann getur á þessari stundu ekki sagt nánar um það annað en að botnlokur skipsins hafi verið opnar og því sökk skipið. 

Ekki er vitað hver staða skipsins er nú, það er hvort vél þess hefur skemmst en það fer að fjara út um hádegið og síðdegis í dag verður hægt að komast að því til að dæla sjó úr skipinu. Þá kemur væntanlega í ljós hvert tjónið er.

Perla er minnsta sanddæluskip Björgunar og hefur það verið gert það út frá árinu 1979. D/S Perla er aðallega notuð til dýpkana, landfyllingar og annarra skyldra verkefna. Skipið ber allt að 300 m3 af efni og getur dælt efni upp af allt að 20 m dýpi, segir á vef Björgunar.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðið er að störfum í Reykjavíkurhöfn og ætlar að koma upp flotgirðingum á svæðinu til þess að koma í veg fyrir frekari mengun.

Að sögn stafsmanns Slippsins þarf að kafa niður að skipinu og kanna skemmdir og þétta það sem hægt er áður en gerð verður tilraun að koma á flot. 

Mbl.is ræddi við fyrrverandi vélstjóra á Perlunni sem telur ólíklegt að Perlan verði sjósett aftur og að skipið sé væntanlega ónýtt. Þetta er í þriðja skiptið sem skipið sekkur. Í fyrsta skiptið gerðist það á Grænlandi og lá það undir vatni í heilt ár. Í seinna skiptið sökk það í Noregi, segir vélstjórinn fyrrverandi í samtali við mbl.is. 

Verið er að setja upp aðgerðarstöð á hafnarbakkanum en um tímafreka aðgerð er að ræða að sögn slökkviliðsstjóra. 

Hann segir að farið verði yfir næstu skref með eiganda útgerðarinnar og heilbrigðiseftirliti. „Skaðinn er staðbundinn eins og hann er núna," segir hann.

Perla sokkin í sæ.
Perla sokkin í sæ. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Perla á niðurleið við Reykjavíkurhöfn.
Perla á niðurleið við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Perla að sökkva í Reykjavíkurhöfn.
Perla að sökkva í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Slökkviliðsmenn að bjarga manni frá borði.
Slökkviliðsmenn að bjarga manni frá borði.
Slökkviliðsmenn við Perlu í Reykjavíkurhöfn.
Slökkviliðsmenn við Perlu í Reykjavíkurhöfn.
Perla komin á hliðina í Reykjavíkurhöfn. Hún sökk fljótlega.
Perla komin á hliðina í Reykjavíkurhöfn. Hún sökk fljótlega.
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Lára Halla
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Lára Halla
Flotgirðingin sem slökkvilið var að setja upp
Flotgirðingin sem slökkvilið var að setja upp mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is

Innlent »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

Í gær, 15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

Í gær, 13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

Í gær, 12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...