Píratar enn stærstir

Píratar fengju mest fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga í …
Píratar fengju mest fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Píratar fengju 35% fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kæmi þar á aftir með tæplega 25% fylgi, því næst Vinstri græn með um 11% fylgi. Björt framtíð fengi tæplega 5% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða en rösklega 35% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup.

Afar litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða og breytist fylgi þeirra á bilinu 0,1 til 1,1 prósetnustig.

Ríflega 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæplega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert