Reikistjörnusýning um helgina

Samstaða Venusar og Júpíters yfir Rauðhólum í seinni hluta október.
Samstaða Venusar og Júpíters yfir Rauðhólum í seinni hluta október. Sævar Helgi Bragason/Stjörnufræðivefurinn

Árrisulir hafa orðið varir við glæsilega samstöðu þriggja reikistjarna á himninum undanfarið. Þar eru á ferð þríeykið Venus, Júpíter og Mars. Nú fyrir helgi bætist tunglið í minnkandi sigð í hópinn en tignarlegust verður samstaðan að morgni laugardagsins.

Líkt og í október eru reikistjörnurnar aðeins sjáanlegar á morgunhimninum en Satúrnus er of lágt á lofti til að sjást á kvöldhimninum og Merkúríus sömuleiðis á morgunhimninum. Af reikistjörnunum þremur sem prýða nú morgunhimininn er Venus langskærust, Júpíter þar á eftir og svo Mars, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Í nóvember er Júpíter kominn á loft um klukkan fjögur og um klukkustund fyrr við lok mánaðarins. Reikistjarnan verður eins bjartari á himninum en með handsjónauka má sjá tvö eða þrjú af Galíleótunglum hennar. Öll fjögur sjást með stjörnusjónaukum.

Frá fimmtudeginum 5. nóvember til mánudagsins 9. nóvember verður glæsileg samstaða milli tunglsins og reikistjarnanna þriggja. Tunglið er minnkandi sigð og lækkar á lofti. Sýningin er einna tignarlegustu að morgni laugardagsins 7. nóvember þegar tunglið er innan við tvær gráður frá Venusi.

Frétt á Stjörnufræðivefnum

Samstaða tunglsins, Venusar, Mars og Júpíters laugardagsmorguninn 7. nóvember 2015.
Samstaða tunglsins, Venusar, Mars og Júpíters laugardagsmorguninn 7. nóvember 2015. Stjörnufræðivefurinn/Stellarium
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert