Ætla að dæla úr Perlu í dag

Búið er að koma krana fyrir á Gömlu höfninni við …
Búið er að koma krana fyrir á Gömlu höfninni við Ægisgarð.

Búið er að koma krana fyrir á Gömlu höfninni við Ægisgarð þar sem sanddæluskipið hvílir á hafsbotni. Aðeins möstrin standa upp úr en stefnt er á að ná skipinu á flot í kvöld. Kraninn verður notaður til að hífa 7,5 metra langa stálstokka niður að skipinu en þeir verða festir við lúgur á fram- og afturskipi.

Þegar lokið hefur verið við að þétta skipið verður dælum komið fyrir í stokkunum og dælt úr rýmunum í fram- og afturskipi. Í afturskipinu er áætlað að dæla 468 tonnum af sjó og í framskipi 247 tonnum. Með þessari aðgerð verður þess freistað að lyfta skipinu.

Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er stefnt að því að hefja dælinu kl. 17 í dag. Bryggjan er þegar lokuð að hluta til og verður lokunin útvíkkuð þegar kemur að aðgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert