Spá miklum halla hjá RÚV

Hús RÚV við Efstaleiti.
Hús RÚV við Efstaleiti. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Yfirstjórn RÚV hafði væntingar um auknar fjárveitingar eftir að Magnús Geir Þórðarson tók við stöðu útvarpsstjóra í janúar í fyrra.

Telja heimildarmenn blaðsins augljóst að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi gefið Magnúsi Geir vilyrði fyrir meira fjármagni. Nú er hins vegar óvíst hvort hætt verður við að lækka útvarpsgjald um áramótin.

Lækkun gjaldsins myndi kalla á aðgerðir af hálfu RÚV. Hefur stjórn RÚV þannig áætlað að 54 milljóna tap* verði að óbreyttu rekstrarárið 2015-2016, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárhagsvanda RÚV í Morgunblaðinu í dag.

*Fram kom í fyrri útgáfu þessarar fréttar að stjórn RÚV hefði áætlað að 328 milljóna tap yrði rekstrarárið 2015-2016. Sú tala reyndist ekki rétt. 

Að kvöldi föstudagsins 6. nóvember er hér vakin athygli á athugasemd frá RÚV vegna þessarar fréttar. Ósk þessa efnis kom frá útvarpsstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert