„Það er ekki til nein álfaorka“

Björk segir mikilvægt að almenningur láti skoðun sína í ljós, ...
Björk segir mikilvægt að almenningur láti skoðun sína í ljós, ekkert verði áunnið í þögn. mbl.is/Árni Sæberg

 „Það er ekki til nein álfaorka. Ísland er alvöru staður, með alvöru fossum og alvöru náttúrulífi.“

Þetta sagði Andri Snær Magnason á blaðamannafundi náttúruverndarsamtakanna Gætum garðsins í Gamla Bíói í dag. Á blaðamannafundinum kynntu Andri og Björk Guðmundsdóttir samtökin og kröfu þeirra um að miðhálendinu eða „hjarta Íslands,“ eing og þau kalla svæðið, verði breytt í þjóðgarð og komið verði í veg fyrir fyrirætlanir um háspennulínur og frekari virkjanir á miðhálendinu.

Frestur almennings til að mótmæla háspennulínum sem til stendur að setja upp þvert yfir miðhálendið rennur út eftir 11 daga. Sögðu þau Björk og Andri að kannanir sýndu að 80% Íslendinga væru fylgjandi því að hálendið yrði gert að þjóðgarði en að engu að síður hyggðust yfirvöld ganga gegn þeim óskum. Biðluðu þau til heimsbyggðarinnar, í gegnum þann fjölda erlendra fréttamanna sem viðstaddur var fundinn, að hjálpa samtökunum að berjast gegn ríkisstjórninni.

Í upphafi fundarins sýndi Andri Snær frétt Reuters fréttastofunnar um möguleikann á að sjá Bretlandi fyrir orku með íslenskum eldfjöllum.  

“Það er bara hjátrú eins og  álfar og tröll,“ sagði Andri og brosti glettnislega. „Amma mín hefur séð álf en ég gæti ekki staðið fyrir útflutningi á honum til Bretlands.“

Samkvæmt Andra þyrfti að virkja allar ár og alla fossa Íslands til þess að framleiða aðeins 10% af orkuþörf Bretlands. Sagði Andri Íslendinga hafa barist lengi gegn orku- „hæpi“ (e. hype).

„Þegar við sjáum svona fyrirsagnir verðum við svolítið hrædd. Við höfum séð „hæpið“ áður og skemmdirnar sem það getur valdið að virkja þessa orku,“ sagði Andri. „Það veldur okkur áhyggjum að heimurinn haldi að hann geti fengið eldfjallaorku án afleiðinga.“

Frá hálendinu.
Frá hálendinu. mbl.is/Rax

Klikkað krossapróf

Björk Guðmundsdóttir fór hörðum orðum um íslensk stjórnvöld í svörum sínum við spurningum viðstaddra. Sagði hún að stærð landsins þýddi að það væri auðvelt að koma hlutum í frétt sem gæti haft neikvæðar afleiðingar. Benti hún á að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar væri aðeins rúmlega hálfnað og að hún gæti enn náð að valda óafturkræfum skaða á hálendinu.

„Þeir eru að þröngva vísindamönnum til að framkvæma mat á þessum stöðum, sem er eins og klikkaðasta krossapróf sem ég hef séð,“ sagði Björk. Sagði hún að vísindamönnunum væri gert að vinna hratt og skila af sér mati fyrir febrúar og að jafnvel þó svo að þeir kæmust að því að það yrði að vernda hálendið þyrftu yfirvöld ekki að fylgja ráðleggingum þeirra.

„Það eina sem við getum gert er að segja heiminum frá þessu og fá fólk til að þrýsta á þá valdhafana,“ sagði Björk. „Flestar þjóðir heimsins eru að reyna að draga úr svona aðgerðum. Íslenska ríkisstjórnin ætti eða gera það sama.“

Pláss fyrir alla

Gætum Garðsins hélt sérstakan fjáröflunarviðburð í fyrra þar sem yfir 30 milljónir króna söfnuðust. Fjármagnið gerði samtökunum kleift að ráða starfsfólk, en bæði Andri og Björk hafa sinnt málaflokknum í sjálfboðaliðastarfi í áraraðir.

„Við erum listamenn, að þykjast vera góðir í tölfræði,“ sagði Björk og flissaði. Sagðist hún vonast til þess að í framtíðinni gætu þau safnað nægu fjármagni til að ráða lögfræðinga enda væri þekking þeirra nauðsynleg til að berjast gegn fyrirætlunum stjórnvalda.

Andri benti þó reglulega á þá sýn samtakanna að náttúran gagnaðist öllum betur ef hún væri óspillt og skapaði jafnvel ýmis efnahagsleg tækifæri í ferðamennsku. Markmiðið væri að það væri pláss fyrir alla í náttúru Íslands en að hún fengi samt að halda sér.

„Við erum í rauninni að reyna að gera viðskiptaáætlun fyrir þjóðgarð,“ sagði Björk. „Þetta er allt mjög DIY.“ Sagði hún samtökin enn vera að finna þær leiðir sem henta hvað best fyrir fólk sem vill styðja við málstaðinn en að enn sem komið er skipti einna mestu máli að fólk léti á því bera að það væri sammála því að gæta garðsins.

Fjöldi erlendra blaðamanna kom til fundarins.
Fjöldi erlendra blaðamanna kom til fundarins. mbl.is/ Árni Sæberg

„Ég er meira virði á Íslandi“

„Stærsta vopnið sem við höfum eru upplýsingar,“ sagði Björk. Þegar erlendur blaðamaður innti hana eftir því hvaða umhverfismálefni á heimsmælikvarða skipti hana mestu máli sagðist hún ekki beita sér á slíkum vettvangi.

„Ég geri þetta ekki af því að ég elska athyglina, ég vildi mikið frekar vera heima að skrifa lög. En ég get sagt það sem 80% Íslendinga myndu segja ef þeir hefðu möguleika á því. Lífið er stutt. Ég hef ákveðið að setja alla orku mína í Ísland og allan þann tíma sem ég á utan tónlistarsköpunar fer í Ísland,“ sagði Björk.

„Ég er meira virði hér á Íslandi, ekki við að predika heldur við að breyta hlutum í alvöru í stað þess að fljúga í kringum heiminn og tala um hlýnun jarðar. Ef okkur tekst að breyta þessu svæði í þjóðgarð og halda því þannig myndi það vera eitthvað sem ég gæti sagt barnabörnunum mínum frá með stolti.“

Frekari upplýsingar um Gætum garðsins má finna á heimasíðunni Heart of Iceland og á Facebook síðu samtakanna. Hægt er að mótmæla fyrirætlunum um háspennulínur á hálendinu með því að senda póst á skipulag@skipulag.is.

mbl.is

Innlent »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...