Aðgerðum hætt við Gömlu höfnina

Frá aðgerðum í kvöld
Frá aðgerðum í kvöld mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ekki tókst að ná sanddælingarskipinu á flot í kvöld og öllum aðgerðum hefur verið hætt.

Að sögn Halls Árnasonar, öryggisfulltrúa Faxaflóahafna, verður tekin ákvörðun um framhaldið um hádegisbil á morgun, laugardegi. Upp kom leki í skipinu sem varð til þess að sú ákvörðun var tekin að hætta aðgerðum. Skipið situr því áfram á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð. 

Tilraunir til þess að koma sanddælingarskipinu Perlu á flot hafa …
Tilraunir til þess að koma sanddælingarskipinu Perlu á flot hafa ekki heppnast. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert