STEF beini orku sinni annað

Deildu.net
Deildu.net

Hringiðan hefur á grundvelli lögbanns STEFs lokað fyrir aðgengi að vefsíðum sem tilgreindar voru í lögbanninu. „Jafnvel þó Hringiðan sýni baráttu STEF skilning og tekur undir mikilvægi þess að virða höfundarétt er varhugavert að ætla fjarskiptafyrirtækjum það hlutverk að hafa eftirlit með notkun viðskiptavina eða bera ábyrgð á hvaða efni sótt er,“ segir í tilkynningu frá Hringiðunni.  „Er því beint til STEF að beina orku sinni að þeim sem halda úti meintum ólögmætum vefsvæðum frekar en að gera kröfur á aðila sem eiga ekki hlut að máli.“

Þann 23. október sl. féllst sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu STEF um að lagt yrði lögbann við því að Hringiðan veiti viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðunum Deildu og Piratebay. Byggir ákvörðun sýslumanns að miklu leyti á niðurstöðu héraðsdóms í tveimur lögbannsmálum frá árinu 2014.

Hringiðan hefur á grundvelli lögbannsins lokað fyrir aðgengi að vefsíðum sem tilgreindar voru í lögbanninu. Er um að ræða eftirfarandi vefsíður: deildu.net, deildu.com, icelandpm, icetracker.org, afghanpirate.com, deildu.eu, thepiratebay.se, thepiratebay.sex og thepiratebay.org.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert