Gúmmístígvél dugðu vel í 10 daga göngu

Eva á góðri stund með kærastanum Peter.
Eva á góðri stund með kærastanum Peter.

Eva Bjarnadóttir gekk á gúmmístígvélum frá Amsterdam til Halfsmanhof í Þýskalandi en það var hluti af göngugjörningi hennar „My true story“ sem hún setti fram á listahátíð í Gelsenkirchen. Eva er í myndlistarnámi við Rietveld-akademíuna í Amsterdam og að lokinni göngu bauð hún gestum listahátíðarinnar að koma upp á herbergi sitt í gistiálmunni og spjalla við sig um ferðina. Þannig „málaði“ hún nýja mynd af þessari ferð í hvert sinn sem hún sagði frá henni.

„Ég gekk á gúmmístígvélum í þessa tíu daga af því ég vildi nota það sem ég átti, í stað þess að verða mér úti um sérhæfðan göngubúnað. Ég vildi ekki undirbúa mig of mikið, bara ganga af stað. Ég átti þessi ágætu stígvél og þau komu að góðum notum og dugðu vel. Mér skilst að það sé að mörgu leyti hollara fyrir líkamann heldur en að ganga á sérhönnuðum hörðum gönguskóm. Með sérhæfingunni vill gleymast hvað það er sem skiptir máli, og hvað er nauðsynlegt.

Ég hugsaði mikið til ömmu og afa á þessari göngu því þau hafa oft sagt mér frá þeirri byltingu þegar gúmmískórnir komu til sögunnar í þeirra lífi í Öræfasveitinni. Amma mín, Guðmunda Jónsdóttir frá Fagurhólsmýri, er fædd árið 1929 og hún var sjö ára þegar hún fékk fyrst gúmmískó. Fram að því hafði hún verið í skinnskóm. Afi minn, Sigurgeir Jónsson, man eftir sér einvörðungu á gúmmískóm en hann er fæddur 1932.

Við erum svo upptekin af því í nútímasamfélagi að nota réttu græjurnar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Samfélagið býður upp á það, það er hægt að finna eitthvað sérhæft fyrir nánast allar okkar gjörðir. Ég vildi sneiða hjá þessum brjálæðislega nútímaundirbúningi fyrir gönguna mína,“ segir Eva, en hún var í hópi nemanda við skólann sem var boðið að taka þátt í listahátíðinni Urbane Künste Ruhr í Þýskalandi í október sl. Innlegg Evu var að ganga heiman frá sér í Amsterdam til Halfsmanhof í Þýskalandi í Gelsenkirchen, þar sem listahátíðin fór fram.

Hver og einn upplifir veruleikann á persónulegan máta

„Hreyfanleiki var þemað sem hópurinn minn fékk til að vinna með á þessari hátíð. Við fengum frjálsar hendur og ég ákvað að taka þetta bókstaflega og skoða hreyfanleikann sem líkaminn hefur upp á að bjóða. Mín nálgun var þessi tíu daga ganga og með henni langaði mig að skoða hvernig við mannfólkið skynjum og sjáum veruleikann á ólíkan hátt. Hvernig við erum stöðugt að safna brotum í gegnum eigin upplifun, hvernig hver og einn upplifir veruleikann á persónulegan máta. Ótal margt hefur þar áhrif, bakgrunnur fólks og áhugasvið, hvað maður vill sjá og hvað maður getur séð. Allt fólkið sem ég hitti á leiðinni hafði líka mikil áhrif á hvernig ég upplifði þessa göngu. Gangan er í raun endalaus og hún er hluti af því að vera til.“

Kærastinn gekk með henni fyrstu þrjá dagana

Eva settið verkið sitt fram á þann hátt að þegar hún kom á síðasta degi göngunnar í bæinn þar sem listahátíðin var, þá bauð hún gestum hátíðarinnar að koma upp á herbergi sitt í gistiálmunni og spjalla við sig um ferðina. Titill verks hennar var „My true story“.

„Þetta var einhverskonar göngugjörningur og þetta hélt í raun áfram, þetta var sama rútínan og dagana á undan: Ég kom á áfangastað, fékk að gista og hitti fólk. Framsetningin byggðist algerlega á samtölum mínum við þá sem komu til mín upp á herbergi, þetta snerist um að hitta fólk og ég talaði um hvað ég hefði upplifað og svaraði spurningum. Við töluðum líka um allt mögulegt annað. Heimspekilega pælingin í þessu er sú að í hvert skipti sem ég segi söguna af því hvað ég sá, upplifði og gerði á þessari göngu, þá þróast hún í raun alltaf upp á nýtt. Sagan er aldrei sú sama og hún er aldrei fastmótuð í ákveðið form. Ég mála í raun nýja mynd af þessari ferð í hvert sinn sem ég segi frá henni. Það fer til dæmis eftir því í hvernig skapi ég er, í hvernig skapi sá eða sú er í sem ég er að tala við og hvernig samtölin þróast. Hluti verksins er þessi persónulega samverustund.“

Á tíu daga göngu sinni valdi Eva leiðina út frá gististöðum sem hún fann á netinu og hún notaði Google maps til að finna stystu leið á hverjum tíma á milli tveggja staða.

„Þetta var vissulega nokkuð erfitt fyrstu tvo dagana, en svo varð það miklu auðveldara. Ég er ekkert vön því að standa upp á hverjum morgni og ganga 20 til 30 kílómetra. En líkaminn venst því ótrúlega fljótt. Peter kærastinn minn var með mér fyrstu þrjá dagana, en hann þurfti síðan að fara til að mæta í vinnuna sem er í Noregi. Við kvöddumst á gatnamótum, gengum hvort í sína áttina, hann áleiðis til Noregs en ég til Þýskalands, og við snerum okkur við í öðru hverju skrefi og veifuðum. Þetta var ótrúlega dramatískur aðskilnaður en á sama tíma skemmtileg stund,“ segir Eva og hlær, en hún og Peter búa saman í Amsterdam.

„Hann er á sjó í Noregi og er í burtu í sex vikur í einu. Við erum orðin vön því lífsmunstri, þannig hefur það verið hjá okkur undanfarin ár.“

Augu mín hafa opnast

Eva er á fjórða ári í myndlistarnáminu í Rietveld-akademíunni í Amsterdam og hún mun útskrifast þaðan næsta sumar.

„Þetta nám hefur verið meiriháttar tímabil í lífi mínu. Augu mín hafa opnast fyrir mörgu og maður þróar sjálfan sig í svona námi. Myndlist er ofsalega opið fyrirbæri, eitthvað sem snýst mestmegnis um að finna sjálfan sig og finna út úr því hvernig maður getur þróað sína list á persónulegan máta. Og þá skiptir engu máli á hvaða hátt það er sett fram eða í gegnum hvaða miðil. En maður þarf að finna kjarna sem gerir mann frjóan og fær mann til að halda áfram að skapa, endalaust.“

Þýska staðarblaðið í Ruhr-héraði, WAZ, The Westdeutsche Allgemeine Zeitung, tók ...
Þýska staðarblaðið í Ruhr-héraði, WAZ, The Westdeutsche Allgemeine Zeitung, tók viðtal við Evu vegna verkefnis hennar á listahátíðinni, og birtist það hinn 18. október þegar hún var stödd í Ziel.
Eva spjallar hér við einn af gestum sýningarinnar sem kom ...
Eva spjallar hér við einn af gestum sýningarinnar sem kom upp á herbergi til að heyra ferðasöguna.

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...