Enn í gæsluvarðhaldi vegna manndráps

Maðurinn var handtekinn 22. október.
Maðurinn var handtekinn 22. október. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Karl­maður á fer­tugs­aldri, sem var hand­tek­inn í Reykjavík 22. október sl., grunaður um mann­dráp, situr enn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og var það framlengt í síðustu viku að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið er enn í rannsókn. 

Maður­inn er grunaður um að hafa orðið manni að bana í húsi við Miklu­braut í Reykja­vík en lög­reglu barst til­kynn­ing um al­var­lega lík­ams­árás í hús­inu kl. 21:55. Þegar hún kom á staðinn ör­skömmu síðar fannst karl­maður um sex­tugt á staðnum. Hann hafði orðið fyr­ir lík­ams­árás og var úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi.

Lagt var hald á eggvopn, sem grun­ur leik­ur á að hafi verið notað við verknaðinn. Hinn látni bjó í hús­inu og meint­ur ger­andi sömu­leiðis, en eng­inn ann­ar er grunaður í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert