Óska eftir íbúðum fyrir flóttafólk

Óskað er eftir leiguíbúðum í Kópavogi fyrir flóttafólk.
Óskað er eftir leiguíbúðum í Kópavogi fyrir flóttafólk. mbl.is/Sigurður Bogi

Óskað er eftir leiguíbúðum fyrir flóttafólkið sem er væntanlegt til landsins um miðjan desember og mun setjast að í Kópavogi. Á vefsíðu bæjarins kemur fram að óskað sé eftir þriggja til fimm herbergja íbúðum til langtímaleigu frá og með 1. desember.

Flóttamannanefnd hefur lagt til að 55 sýrlenskum flóttamönnum verði boðið að koma hingað til lands. Fólkið dvel­ur nú í flótta­manna­búðum í Líb­anon. Helm­ing­ur fólks­ins fer til Ak­ur­eyr­ar, einn fjórði til Hafn­ar­fjarðar og jafn stór hluti til Kópa­vogs­bæj­ar.

Að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur verður að sjálfsögðu tryggt að búið verði að útvega húsnæði fyrir fólkið áður en það kemur til landsins. Verið er að undirbúa komu þess með ýmsum hætti og hefur meðal annars verið stofnaður bakhópur vegna málsins. Segist Sigríður vonast eftir góðum viðbrögðum við auglýsingunni um húsnæði. 

Upplýsingar um íbúðir óskast sendar til Ágústs Steindórssonar á netfangið agust@kopavogur.is fyrir 15. nóvember nk.

mbl.is