Kjararáð hækkar laun um 9,3%

Laun forseta Íslands heyra meðal annars undir kjararáð.
Laun forseta Íslands heyra meðal annars undir kjararáð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kjararáð ákvað á fundi sínum á þriðjudaginn að hækka laun þeirra embættismanna ríkisins sem undir ráðið heyra um 9,3%. Hækkunin nær meðal annars til forseta Íslands, dómara, ráðherra, þingmanna, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra innan stjórnarráðsins og forstöðumanna ríkisstofnana. Hækkunin er samkvæmt ákvörðun kjararáðs afturvirk til 1. mars 2015.

Fram kemur í úrskurði kjararáðs að lágmarkshækkun samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði á þessu ári sé 3,2% en mesta hækkun 7,2%. Úrskurður gerðardóms um launakjör 18 aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi leitt til 9,3% hækkunar launa að meðaltali á árinu að meðtalinni leiðréttingu á launatöflum. Hækkun BHM hafi gilt frá 1. mars en FÍH frá 1. maí. Niðurstaða gerðardóms hafi í aðalatriðum verið lögð til grundvallar í samningum ríkisins við stór stéttarfélög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert