Forseti hækkar um tæp 200 þúsund

Ráðamenn þjóðarinnar fá ágætis búbót frá kjararáði nú þegar skammt er til jóla. Launahækkun um 9,3% þýðir að laun forsetans hækka um tæpar 200.000 krónur á mánuði og forsætisráðherra um rúmar 118.000. Afturvirkni ákvörðunarinnar þýðir að forsetinn fær hátt í 1,8 milljónir í laun aftur í tímann.

Í ákvörðuninni var miðað við niðurstöðu gerðardóms um kjör félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna og í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í töflunni hér fyrir ofan má sjá hvaða áhrif hækkunin hefur á grunnlaun forsetans, forsætisráðherra, annarra ráðherra í ríkisstjórninni og Alþingismanna.

Þá eru hins vegar ótalin þau áhrif sem afturvirkni ákvörðunar kjararáðs hefur. Miðað var við að í tilfelli BHM hafi launahækkanir miðast við 1. mars á þessu ári. Ráðamenn þjóðarinnar, og aðrir embættismenn sem heyra undir kjararáð, eiga því von á viðbótarlaunagreiðslu fyrir níu mánaða tímabil.

Forsetinn fær þannig 1.772.658 króna greiðslu ofan á þau laun sem hann hafði þegar þegið frá 1. mars til og með 1. nóvember. Forsætisráðherra fær 1.065.456 krónur afturvirkt, aðrir ráðherrar 962.919 krónur og þingmenn 545.265 krónur.

Síðast tók kjararáð ákvörðun um almenna hækkun 30. júní í fyrra. Þá voru laun ráðamanna og embættismanna hækkuð um 3,4% og gilti hækkunin frá 1. febrúar það sama ár.

Fyrri fréttir mbl.is:

Kjararáð hækkar laun um 9,3%

Afturvirkni hækkunar kemur á óvart

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert