Rannsókn á smygli á lokastigi

Rannsókn lögreglu er á lokastigi.
Rannsókn lögreglu er á lokastigi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á smygli hollenskra hjóna á fíkniefnum í húsbíl með Norrænu í september er á lokastigi og gæti málið farið til ríkissaksóknara eftir tvær vikur. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 2. desember og farbann yfir konunni hefur verið framlengt til sama dags.

Maðurinn hefur játað að hafa vitað af efnunum en konan hefur neitað vitneskju um þau. Þau eru bæði fædd árið 1970. Mikið magn af fíkniefnum MDMA fannst í húsbíl fólksins en efnin fundust þegar tollverðir tóku fólkið í úrtaksleit.

Við leit í bifreiðinni fundust 14 niðursuðudósir sem maðurinn sagði að innihéldu fíkniefni. Við grófa rannsókn lögreglu kom í ljós að hver dós innihélt um 800 grömm af óþynntu MDMA, eða samtals 11,2 kíló. Miðað við þyngd varadekksins og gaskútanna má áætla að í þeim hafi verið falin um það bil 70 kíló af ætluðum fíkniefnum.

mbl.is