Kviknaði í annarri bifreiðinni

mbl.is/Þórður

Bílslys varð í Ljósavatnsskarði í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um klukkan 13.00 í dag. Áreksturinn varð skammt frá afleggjaranum að bænum Fornhólum þar sem tvær fólksbifreiðar skullu saman með þeim afleiðingum að þrír slösuðust.

Hinir slösuðu voru í kjölfarið fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akureyri en ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Bifreiðarnar enduðu utan vegar við áreksturinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og kom eldur upp í annarri þeirra.

Hálka er á veginum og er talið að slysið megi rekja til slæmra akstursskilyrða.

mbl.is
Loka