Sjálfkeyrandi bílar verða ræddir

Sjálfkeyrandi bíll Google.
Sjálfkeyrandi bíll Google. Wikipedia.org

Til stendur að ræða sjálfkeyrandi bíla í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að sögn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í nefndinni.

„Það var komið inn á þetta mál þegar samgönguáætlun var rædd síðast, en ekki í miklum mæli. Ég mun leggja miklu meiri áherslu á þetta mál núna þegar samgönguáætlun kemur til þingsins,“ segir Vilhjálmur.

Fram kom á ráðstefnu Vegagerðarinnar í lok október að gera mætti ráð fyrir því að alsjálfvirkir bílar yrðu komnir í almenna notkun innan tíu ára. Í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur að ýmsu að hyggja þegar málefni sjálfkeyrandi bíla eru rædd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: