ESB verður kosningamál 2017

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir flokk sinn líta svo á að aðildarumsókn Íslands að ESB sé enn í gildi. Það kemur honum því ekki á óvart að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, skuli telja umsóknina mögulega í gildi. Árni Páll telur ESB-umsóknina verða kosningamál 2017.

Fjallað hefur verið um sjónarmið Brinkmanns á mbl.is. Morgunblaðið ræddi við sendiherrann eftir óformlegan blaðamannafund hans í sendiráði ESB í gær.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sendi í mars sl. bréf til for­mennsku­rík­is ESB og óskaði þess þar að Ísland yrði ekki leng­ur álitið um­sókn­ar­ríki.

Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins í dag.

Ríkisstjórnin getur hvenær sem er óskað eftir viðræðum

Árni Páll segir vel hægt að endurvekja aðildarferlið.

„Ég hef alltaf lagt á það áherslu frá því að bréfið var sent að það hefði enga efnislega þýðingu til þess að draga til baka aðildarumsóknina. Það var skrifað og sent beinlínis til þess að sniðganga Alþingi sem hafði gefið umboð til umsóknarinnar. Sú þingsályktun gildir enn. Það er skilningur okkar í Samfylkingunni að hin þjóðréttarlega staða umsóknarinnar væri með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands gæti hvenær sem er óskað eftir því að halda þessu ferli áfram, á grundvelli þeirrar þingsályktunar og þess umboðs sem þegar hefur verið veitt. Það sem við höfum síðan gert er að lýsa þeirri stefnu okkar að leggja beri í dóm þjóðarinnar hvort þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Að fengnu því samþykki þjóðarinnar er alveg ótvírætt að það á að vera mögulegt að halda málinu áfram,“ segir Árni Páll.

Spurður hversu of­ar­lega þetta mál verði á baugi hjá Sam­fylk­ing­unni í kosn­inga­bar­átt­unni 2017 seg­ir Árni Páll að all­ir stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafi staðið saman að þings­álykt­un­ar­til­lögu í vor, í kjölfar þess að utanríkisráðherra sendi bréfið, um að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort þráður­inn skuli tek­inn upp að nýju.

„Ég á ekki von á öðru en að þeir flokk­ar verði áfram til­bún­ir til að standa að því að leggja þetta mál í dóm þjóðar­inn­ar,“ segir Árni Páll.

Annað svar frá ESB en búist var við

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um stöðu ESB-málsins á vef sínum í dag. Hann vitnar þar til einkasamtala við ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

„Þegar utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn bréf sitt til ESB sl. vetur kom jafnframt fram, að samið hefði verið fyrirfram um svarbréf, sem efnislega mundi hljóða á þann veg, að það yrði málefni framkvæmdastjórnar ESB í framtíðinni að ákveða, hvort hún teldi aðildarumsóknina virka eða ekki. Þetta væntanlega svar var auðvitað algerlega ófullnægjandi en engu að síður samþykkt af ráðherrum beggja flokka.

Svarið sem kom var hins vegar ekki hið umsamda svar heldur enn loðnara. Þetta hafa einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokks staðfest í einkasamtölum,“ skrifar Styrmir.

Hann telur ummæli sendiherra ESB staðfesta „gagnrýni þeirra, sem hafa haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi klúðrað afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB og skilið eftir beina og breiða braut fyrir nýja aðildarsinnaða ríkisstjórn til að halda aðildarviðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorizt“.

Ólafur Ragnar brjóstvörn sjálfstæðis

Þá skrifar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009-2011, á vef sinn að „hátíðleg loforð núverandi stjórnarflokka um afdráttarlausa afturköllun ESB-umsóknarinnar virðast marklaus og í uppnámi samkvæmt yfirlýsingum sendiherra ESB“.

„Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur uppi merki sjálfstæðis í utanríkismálum Íslendinga,“ skrifar Jón meðal annars. 

„Mikilvægt er að ríkisstjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum með skriflegum staðfestum hætti að umsóknin hafi verið afturkölluð og að skrifleg staðfesting komi frá ESB um að umsóknin hafi ferið felld úr gildi og endursend til Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...