Síður stjórnarráðsins enn niðri

Anonymous hópurinn virðist standa á bak við árásirnar á heimasíður …
Anonymous hópurinn virðist standa á bak við árásirnar á heimasíður íslenskra stjórnvalda. AFP

Allar heimasíður íslensku ráðuneytanna og stjórnarráðs Íslands liggja niðri eftir árás tölvuþrjóta sem kenna sig við Anonymous hreyfinguna í nótt. Á tíunda tímanum varð vart við að síðurnar væru úti, en slíkt er oft gert með svokölluðum d-dos árásum þar sem vefþjónar viðkomandi aðila eru kaffærðir með gífurlegum fjölda fyrirspurna þannig að þeir detta út. Ekki er þó ljóst hvort slíkt hafi átt við í þessu tilfelli.

Frétt mbl.is: Anoymous ræðst á stjórnarráðið

Á Twittersíðu Anonymous hópsins er sagt að árásirnar séu  vegna hval­veiða Íslend­inga. Vefsíður allra ráðuneytanna liggja niðri vegna þessa. Ekki er vitað hversu lengi árás­in mun vara eða hvort hún muni vaxa að um­fangi.

Í myndbandi sem sett var á vefinn í gær kemur fram að hópurinn hafi fylgst lengi með Íslendingum og að þeir „slátri“ dýrunum. Er fyrirtækið Hvalur sérstaklega nefnt í myndbandinu og sagt að hvalir deyi hægum dauðdaga þegar þeir séu veiddir. „Það er tími að láta Ísland vita að við munum ekki standa til hliðar og horfa meðan þeir draga þessa tegund til útrýmingar,“ segir í myndbandinu og er hvalveiðum líkt við dráp á nashyrningum og fílum. Er fólk hvatt til að tala við stjórnvöld í heimalandi sínu og hvetja til aðgerða gegn Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina