Skaftárhreppi bættur skaðinn

Í Skaftárhlaupi margfaldaðist vatnsmagn fljótanna, svo Eldvatnið var mjög tilkomumikið …
Í Skaftárhlaupi margfaldaðist vatnsmagn fljótanna, svo Eldvatnið var mjög tilkomumikið að sjá. mbl.is/RAX

„Skaðinn sem Skaftárhlaupið olli er mikill, en þetta skýrist ekki að fullu fyrr en með vorinu þegar aðstæður verða til að kanna stöðuna inni á afrétti. Það er alveg ljóst að ýmsar skemmdir þarf að bæta og þá koma þessir fjármunir sér vel.“

Þannig mælir segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftáhrepps í Morgunblaðinu í dag, en meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði til í síðustu viku að úr ríkissjóði yrði varið alls 56 milljónum króna til þriggja sveitarfélaga hvar urðu skemmdir af völdum náttúruhamfara á síðasta ári.

Lagt er til að Ísafjarðarbær fái 13 milljónir króna vegna vatnsflóða í febrúar síðastliðnum þegar vatnsflóð olli skemmdum á Suðureyri, til dæmis á veitukerfi, safnahúsi og sundlaug. Einnig er gert ráð fyrir að Fjallabyggð fái sömu upphæð til að mæta ófyrirséðum útgjöldum sveitarfélagsins vegna flóðanna á Siglufirði í ágúst síðastliðnum þegar aurflóð féll á bæinn í kjölfar rigninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert