Dómar í BK-44 máli mildaðir í Hæstarétti

Hæstiréttur kvað upp sinn dóm í BK-44 málinu í dag. ...
Hæstiréttur kvað upp sinn dóm í BK-44 málinu í dag. Tveir voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi, einn í þrjú ár og einn hlaut tveggja ára dóm.

Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms í svokölluðu BK-44 máli. Birkir Krist­ins­son og Elmar Svavars­son voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi, en þeir hlutu fimm ára dóm hvor í héraðsdómi. Dómur yfir Jó­hann­esi Bald­urs­syni var mildaður úr fimm árum í þrjú ár og þá var dómur yfir Magnúsi Arn­ari Arn­gríms­syni mildaður úr fjórum árum í tvö ár.

Fimm hæstaréttardómar dæmdu í málinu, eða þeir Markús Sigurbjörnsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Þorgeir Örlygsson. Ólafur Börku skilaði sératkvæði, en hann vildi vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðar Birki og fella málskostnað á ríkissjóð.

Þá voru fjórmenningarnir dæmdir til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, eða hver fyrir sig 4.340.000 krónur.

Eiga sér engar málsbætur

Í niðurstöðu Hæstaréttir segir, að við ákvörðun refsingar sé til þess að líta að Jóhannes og Magnús hafi á þeim tíma er brotin voru framin verið meðal æðstu stjórnenda í stórum viðskiptabanka sem jafnframt var almenningshlutafélag. Elmar hafi verið verðbréfamiðlari en þó í aðstöðu til að hrinda í framkvæmd viðskiptunum sem málið varðar. Birkir hafi í senn veirð starfsmaður Glitnis banka hf. og einkaeigandi BK-44 ehf. og notið þeirrar stöðu í viðskiptum félagsins að vera bæði í starfslegum og persónulegum tengslum við þá menn sem komu þar fram af hálfu bankans.

„Til þessara viðskipta gekk ákærði Birkir í því skyni að njóta af þeim fjárhagslegs ávinnings svo sem reyndin varð að nokkru. Brot ákærðu Elmars, Jóhannesar og Birkis gegn lögum nr. 108/2007 voru stórfelld og beindust bæði að þeim sem áttu í viðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði og öllum almenningi. Háttsemi allra ákærðu varðaði gríðarlegar fjárhæðir og varð Glitnir banki hf. fyrir stórfelldu tjóni af gerðum þeirra. Þá var brot ákærða Birkis samkvæmt VI. kafla ákærunnar stórfellt. Eiga ákærðu sér engar málsbætur, en þáttur þeirra í brotunum var á hinn bóginn misjafn,“ segir í dómi Hæstaréttar

Hlutu þyngri dóma í héraði

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í júní í fyrra þá Birki, Elm­ar og Jó­hann­es í fimm ára óskil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir aðild sína að málinu. Þá var Magnús dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi. 

Í mál­inu voru þeir fjórir ákærðir fyr­ir umboðssvik, markaðsmis­notk­un og brot á lög­um um árs­reikn­inga. Menn­irn­ir eru Birk­ir Krist­ins­son, sem var starfsmaður einka­bankaþjón­ustu Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta, Elm­ar Svavars­son, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, sem var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs.

Ákær­an kom til vegna 3,8 millj­arða lán­veit­ingu bank­ans til fé­lags­ins BK-44 í nóv­em­ber 2007. Fé­lagið var í eigu Birk­is og voru Jó­hann­es, Magnús og Elm­ar ákærðir fyr­ir umboðssvik með því að veita fé­lag­inu lánið sem notað var til að kaupa bréf í Glitni. Birk­ir var svo ákærður fyr­ir hlut­deild í brot­inu. BK-44 seldi hlut­ina á ár­inu 2008 þegar gert var upp við fé­lagið nam tap Glitn­is tveim­ur millj­örðum króna.

mbl.is

Innlent »

Staða dómaranna fjögurra óbreytt

14:22 Frávísun Hæstaréttar frá því á mánudag á máli ríkisins gegn Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni og Tryggva Jóns­syni hefur engin sérstök áhrif á stöðu fjögurra dómara við Landsrétt sem ekki hafa starfað frá því í mars, þegar MDE komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu verið ólöglega skipaðir. Meira »

Kemur í ljós hvort tekjublaðið kemur út

14:06 „Það verður að koma í ljós. Við verðum að haga okkar undirbúningi miðað við þetta,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, spurður hvort ekki verði erfiðara að vinna upplýsingar í tekjublað Frjálsrar verslunar þar sem ríkisskattstjóri gefur ekki upp lista yfir tekjuhæstu einstaklingana í ár. Meira »

Ráðhúsið vatnsvarið

13:37 Þessa dagana er verið að vatnsverja Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina. Búið er að setja upp stillansa við austurgafl bygginganna tveggja. Um er að ræða nauðsynlegt viðhald þar sem húsið er þrifið og glært efni er borið á yfirborðið. Meira »

Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur

13:03 „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútímasamfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3. orkupakkinn verði samþykktur.“ Meira »

Fái ekki takmarkalausan ræðutíma

12:29 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fylgjandi því að þingskaparlögum verði breytt þannig að þingmenn fái ekki takmarkalausan ræðutíma um ákveðin mál eins og raunin hefur verið með umfjöllun Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Meira »

Vill skýrara regluverk um skattakóngalista

11:59 „Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Ekki verður sendur út listi til fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um um hæstu greiðend­ur líkt og löng hefð hef­ur verið fyr­ir. Meira »

Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur

11:13 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann sætti vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar árið 2017. Meira »

Valitor áfrýjar Wikileaks-máli

10:49 Valitor áfrýjaði nú í vikunni máli fyrirtækisins gegn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga. Meira »

Notkun svartolíu bönnuð í landhelgi Íslands

10:16 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að auknum loftgæðum við strendur Íslands. Meira »

Búið að opna inn að Landmannalaugum

10:08 Byrjað er að opna fjallvegi á hálendinu eftir vorleysingar, en Vegagerðin er búin að opna veg 208 frá Sigöldu inn að Landmannalaugum. Hins vegar er vegurinn áfram lokaður austur af Laugum og því þarf að fara sömu leið til baka, en Dómadalsleið er einnig lokuð. Meira »

Gefa ekki upplýsingar um hæstu greiðendur

09:59 Ríkisskattstjóri mun hætta að senda út lista til fjölmiðla með upplýsingum um hæstu greiðendur, líkt og löng hefð hefur verið fyrir, þar sem embættið telur ljóst að slík birting teljist ekki samrýmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Meira »

Varað við umferðartöfum

09:36 Framkvæmdum á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík verður framhaldið í dag en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst segir að þeim ætti að vera lokið um kl. 14. Meira »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Fjarlægði hættulegt rör úr sjó

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »