Vísir fagnar 100 árum í skugga lokunar

Verslunin Vísir hefur verið í sama húsnæði við Laugaveg 1 …
Verslunin Vísir hefur verið í sama húsnæði við Laugaveg 1 í Reykjavík frá upphafi en er nú að hætta. Óvíst er hvað tekur við í kjölfarið. mbl.is/Árni Sæberg

Verslunin Vísir við Laugaveg 1 í Reykjavík er 100 ára í dag, 5. desember, og í tilefni afmælisins verður boðið upp á veglegar hnallþórur og nýlagað kaffi, en gleðin hefst klukkan 13 og stendur hún til klukkan 17.

Sigurður Guðmundsson, sem einnig rekur minjagripaverslun í sama húsi, hefur rekið verslunina frá árinu 2011. Hann boðar nú verulegar breytingar á rekstri Vísis.

„Ég vildi leyfa þessu fyrirtæki að verða 100 ára, en við erum á útleið og reksturinn á leið í pásu,“ segir Sigurður í samtali í Morgunblaðinu í dag og bendir á að rekstur Vísis hafi lengi verið „í járnum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert