Víða fastir bílar á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nokkuð er um að ökumenn hafi fest bíla sína á Akureyri í dag en þá aðallega í íbúðargötum. Að sögn lögreglu varð færðin erfiðari þegar blotnaði í snjónum sem fyrir var. Búið er að ryðja bæinn að hluta til en aðalgötur eru í forgangi.

Ágætis veður er í bænum sem stendur, fimm stiga hiti og 6 m/sek. Sem stendur er ekki annar stormur í kortunum á svæðinu næstu daga en töluvert mun kólna þegar nær líður helginni og um helgina. Tilkynnt var um foktjón á bóndabæ rétt fyrir utan Blönduós í dag. Engin eftirmál eru af veðrinu í nótt, að sögn lögreglu.

Veðurspá næsta sólarhringinn á Norðurlandi eystra:

Austan og suðaustan 13-20 m/s og þurrt að kalla. Sunnan 8-13 undir kvöld, en hægari suðvestanátt í nótt. Suðvestlæg átt, 3-10 á morgun og él á annesjum, en annars þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en kólnandi í kvöld og frost 0 til 8 stig á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert