Óveðrið í tölum

mbl.is

Það geta eflaust flestir verið sammála um það að veðrið sem gekk yfir landið mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags sé eitt það versta sem Íslendingar hafa upplifað lengi. Ljóst er að töluvert eignatjón varð í Vestmannaeyjum og ákveðnum stöðum á Suðurlandi, sem og á Vestfjörðum.

Að sögn Einars Snorra Einarssonar, upplýsingafulltrúa Landsnets liggja ekki fyrir upplýsingar um öll þau möstur sem brotnuðu í veðrinu en þau eru að minnsta kosti 23. Talið er að tjón fyrirtækisins í óveðrinu sé upp á rúmlega 100 milljónir en mesti kostnaðurinn fór í að halda úti vara­afls­stöðum. 

Hetjur kvöldsins og næturinnar eru þó óneitanlega björgunarsveitarmennirnir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg tóku 846 björgunarsveitamenn þátt í 434 verkefnum. 

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert