Ekkert ákveðið með áfrýjun

Ásta Kristín og Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður hennar, fara yfir …
Ásta Kristín og Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður hennar, fara yfir dóminn í héraðsdómi í gær. mbl.is/Jón Pétur

Ríkissaksóknari hefur ekki ákveðið hvort að sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem kveðinn var upp í gær verði áfrýjað til Hæstaréttar. Ákæruvaldið hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum frá því að dómur er birtur.

Ásta Kristín Andrésdóttir var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum þegar sjúklingur í hennar umsjón á gjörgæsludeild spítalans lést síðla árs 2012. Saksóknari í málinu fór fram á 4-6 mánaða fangelsisdóm.

Samkvæmt upplýsingum ríkissaksóknara hefur engin ákvörðun enn verið tekin um mögulega áfrýjun dómsins til Hæstaréttar og ekkert hægt að segja til um hvort að meiri eða minni líkur séu á því.

Í dómi Héraðsdóms kom meðal annars fram að svo virtist sem að aðrar skýringar á láti sjúklingsins en mistök hjúkrunarfræðingsins hafi ekki verið rannsakaðar. Hröð atburðarás í kjölfar andláts hans virðist hafa orðið til þess að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andlátsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert