Óskuðu sjálf eftir flutningi

Útlendingastofnun
Útlendingastofnun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Báðar albönsku fjölskyldurnar sem fluttar voru frá landinu í nótt drógu kærur sínar til kærunefndar Útlendingastofnunar vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að þau fái ekki hæli hér á landi til baka og óskuðu eftir flutningi til Albaníu.

27 einstaklingar frá Albaníu og Makedóníu voru flutt frá landinu kl. 4 í nótt, þar af fimm fjölskyldur með börn. Ríkislögreglustjóri framkvæmir flutninginn og fór fólkið með flugi Frontex landamærastofnunarinnar.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Útlendingastofnun. 

mbl.is óskaði eftir viðtali við Kristínu Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar, vegna málsins en hún hélt úr landi í morgun. 

Frétt mbl.is: Flutt úr landi í skjóli nætur

Frétt mbl.is: Enginn Albani fengið hæli hér á landi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert