Dómi í máli íslensku kvennanna frestað

Dómsuppkvaðningu var frestað til 14. apríl nk.
Dómsuppkvaðningu var frestað til 14. apríl nk. AFP

Dómstóll í Frakklandi frestaði í gær dómsuppkvaðningu í máli er varðar skaðabætur til handa þeim konum sem í voru græddir brjóstapúðar frá fyrirtækinu Poly Implant Prothèse. Málið varðar m.a. kröfur 204 íslenskra kvenna.

Dómsuppkvaðningu vegna hóps nr. 2, sem m.a. telur íslensku konurnar, hefur verið frestað til 14. apríl nk. Að sögn Sögu Ýrar Jónsdóttur, lögmanns kvennanna, voru rökin fyrir frestuninni fjöldi sækjenda og flækjustig málsins.

Það vakti heimsathygli þegar upp komst að Poly Implant Prothèse notaði iðnaðarsílíkon í brjóstapúðana sem það framleiddi en púðar frá fyrirtækinu voru græddir í 440 íslenskar konur. Af þeim hafa 204 höfðað mál á hendur TÜV Rhein­land, sem sá um eftirlit með framleiðslunni í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert