Ekkert borið undir lækninn

Hróðmar Helgason, læknir.
Hróðmar Helgason, læknir. mbl.is/Golli

Hróðmar Helgason barnalæknir, sem var læknir veiks albansks drengs sem sendur hefur verið úr landi, segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Tveir langveikir drengir voru í hópi þeirra Albana sem sendir voru úr landi í vikunni. Annar þeirra og skjólstæðingur Hróðmars heitir Arjan og er hjartveikur. Hinn drengurinn heitir Kevi og er með slímseigjusjúkdóm. 

Hróðmar segist hafa meðhöndlað Arjan eins og íslenska sjúklinga sína. Hann hafi ekki átt von á öðru en drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér á landi. Hróðmar sá það svo í fréttum að hann væri farinn úr landi. 

Hróðmar segir að ekki hafi verið haft samband við sig áður en ákvörðun var tekin um að senda drenginn aftur til Albaníu. 

Viðtalið við Hróðmar má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert