Hæstu launin á Íslandi

Laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi hafa hækkað mikið undanfarið
Laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi hafa hækkað mikið undanfarið mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísbendingar eru um að laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi séu orðin hærri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það hefur áhrif á þennan samanburð að gengi íslenskrar krónu hefur styrkst og þessar stéttir samið um launahækkanir á Íslandi.

Laun þessara tveggja stétta í löndunum fjórum eru borin saman í Morgunblaðinu í dag.

Miðað er við tölur á vefjum hagstofa Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins á Íslandi. Þær tölur eru síðan framreiknaðar miðað við spár Efnahags- og framfarastofnunarinnar, 2015-16, og kjarasamninga hér. Til dæmis eru samanlögð meðallaun lækna á Íslandi nú ríflega 1.400 þúsund krónur á mánuði, eða um 400 þúsund krónum hærri en í Danmörku, sem er í öðru sæti.

Eru þá borin saman heildarlaun lækna á Íslandi og föst mánaðarlaun í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur samanburð á heildarlaunum á Íslandi og grunnlaunum í hinum löndunum þremur gefa skýrari mynd en samanburður á grunnlaunum. Greiðslur fyrir yfirvinnu og vaktaálag séu enda mun stærri hluti heildarlaunagreiðslna á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »