Kristján Þór sammála niðurstöðunni

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að sér sé létt eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 

„Það er náttúrulega feginleiki og léttir. Sérstaklega með það í huga að létta þessu af viðkomandi einstaklingi og ekki síður aðstandendum sem hafa átt um sárt að binda þannig að það er mikill léttir af þessari niðurstöðu“ segir Kristján Þór. Hann segist sammála niðurstöðu héraðsdóms. 

Kristján skipaði í janúar starfshóp til að móta tillögur um verklag í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings. Hópurinn hefur skilað tillögum sínum.

Frétt RÚV í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert