Kaupmenn ósáttir við lokanir á Laugaveginum

Skólavörðustígur.
Skólavörðustígur. Ómar Óskarsson

Jólaverslunin hófst fyrr en venjulega með verslunardögunum „svörtum föstudegi“ og „rafrænum mánudegi“.

Þess vegna voru fyrstu dagarnir í desember rólegri en oft áður, samkvæmt úttekt sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Ágætt hljóð er í kaupmönnum sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Guðjónsson í Gleraugnamiðstöðinni og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir þó að lokanir fyrir bílaumferð um Laugaveg um helgar fari illa í menn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert