Eiga yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Réttarhald yfir hollensku pari á fimmtugsaldri, sem ákært er fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum til landsins, hefst í dag.

Þau eru ákærð fyrir að hafa flutt tæplega 201 þúsund MDMA-töflur (209.473 stk.), rúm 10 kíló af MDMA-mulningi og 34,55 grömm af amfetamíni hingað til lands með Norrænu 8. september.

Í ákærunni kemur fram að þau hafi staðið saman að innflutningnum en þau hafa bæði haldið því fram að konan hafi vitað af eiturlyfjunum sem voru falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl þeirra. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku en konan er í farbanni.

Parið ferðaðist með fíkniefnin um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem efnin fundust við leit.

Parið er ákært fyrir brot á 173 gr. almennra hegningarlaga og er hámarksrefsing fyrir brotið samkvæmt henni 12 ára fangelsi.

Uppfært klukkan 12:50

Við fyrirtöku í morgun játaði maðirnn sök en konan neitaði sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert