„Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu“

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Umræður undir liðnum fundarstjórn Alþingis í dag voru mjög ákafar, en meðal annars var rætt um ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur um forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýlega og viðbrögð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins við því.

Í viðtali við Björk á Sky fréttastofunni var nýlega haft eftir henni að ráðherrarnir tveir væru sveitalubbar sem vildu útmá hálendi Íslands. Í kjölfarið skrifaði Jón færslu á Facebook þar sem hann sagði nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa skapa traustan grunn að íslensku samfélagi. „Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ sagði Jón svo.

Í framhaldinu skrifaði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata færslu þar sem hún sagði Jón vera sjálfum sér til skammar og að hún hafi næstum þurft áfallahjálp vegna dónaskapar hans þegar hún sat við hlið hans heilt ár.

Í umræðum á þinginu í dag ítrekaði Birgitta þessi ummæli sín og sagðist hafa óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá að flytja sig, enda hafi hún kviðið fyrir að mæta til vinnu þar sem hún þurfti að sitja við hlið Jóns. Segir hún að svarið hafi verið að hún gæti skipt ef einhver annar vildi taka sætið hennar, en hún hafi ekki fundið neinn.

Jón kom næstur í pontu og heyrðist þá í Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að hann hefði ekki verið spurður um þetta og að hann hefði alveg verið til í að sitja við hlið Jóns.

Jón fór svo yfir ummæli sín um Björk og sagði að þegar fólk eins og hún töluðu niður forsætisráðherra og fjármálaráðherra væri eðlilegt að því væri svarað og að ekkert væri dónalegt við það. Ýjaði hann aftur að því að hún borgaði ekki skatta hér og sagðist aldrei hafa séð hana á lista yfir þá sem greiddu háa skatta hér á landi.

Nokkru seinna kom Birgitta á ný í pontu og las þá upp færsluna um tíma sinn við hlið Jóns. Byrjar hún á lofi um Björk: „Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk.“ Við þetta heyrðist hljóð frá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. „Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu,“ sagði þá Birgitta og bað um að það yrði skjalfest.

Umræður um fjárlög héldu áfram að loknum liðnum um fundarstjórn Alþingis, en önnur umræða um frumvarpið hefur nú staðið yfir í vikutíma.

Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk. Einhvern karlangi sem reyndir að gera lí...

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Monday, 14 December 2015
mbl.is

Innlent »

Átti ekki að vera einn með börnum

13:34 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vill koma því á framfæri vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti starfsmanns, að hann hafi í daglegum störfum sínum ekki átt að vera einn samvistum við börn. Nú fer hins vegar fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins á hvort frá því hafi nokkuð verið undantekning. Meira »

Kaplakriki á floti í morgun

13:27 Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“. Meira »

Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum

13:07 Bílstjórarnir sem virtu ekki lokanir á vegi undir brúnni við Smáralind vegna vatnselgsins, sjá væntanlega eftir því núna þar sem vélarnar gáfust upp í djúpu vatninu og bílarnir sátu þar fastir. Starfsmenn Kópavogsbæjar þurftu að hafa sig alla við að ítreka það við fólk að vegurinn væri lokaður. Meira »

Ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði

12:57 Karlmaður ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði um sjöleytið í morgun, en mikil hálka var á svæðinu. Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum við illan leik áður en hann sökk. Þetta staðfestir Óskar Þór Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Meira »

Bílakjallari hálffullur af vatni

12:46 Mjög mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna vatnsleka. „Við erum með bíla í átta útköllum vegna vatnsleka og það bíður álíka fjöldi,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við mbl.is. Þegar er slökkviliðið búið að sinna um 30 útköllum vegna vatnsleka. Meira »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »

Vatnsleki í grunnskóla Sandgerðis

11:39 Nokkuð annríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja í morgun vegna veðurs. Vatn fór inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík vegna leysingavatns sem flæddi niður eftir Grófinni og þá var tilkynnt um vatnsleka í grunnskólanum í Sandgerði. Meira »

Veginum um Súðavíkurhlíð lokað

11:27 Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Að sögn Vegagerðarinnar hefur hættustigi vegna snjóflóða verið lýst yfir. Meira »

Opið á umferð um Kjalarnes

11:25 Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun. Meira »

Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

11:12 Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“ Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...