Óskar eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis Skjáskot af Alþingi.is
<div>Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því við forstjóra Útlendingastofnunar að hann fái almennar upplýsingar m málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um þessi atriði þegar umsækjandi er barn.</div><div></div><div>Reglur um meðferð mála í stjórnsýslunni kveða á um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.</div>

„Síðustu daga hafa birst fréttir um brottflutning tveggja fjölskyldna sem dvalist höfðu hér á landi um skeið meðan umsóknir þeirra um dvöl hér voru til meðferðar. Þessar fréttir urðu umboðsmanni Alþingis tilefni til að rita Útlendingastofnun bréf í gær  þar sem óskað er eftir almennum upplýsingum um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum.

Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um þessi atriði þegar umsækjandi er barn. Upplýsinganna er óskað til þess að umboðsmaður geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til að taka almenna framkvæmd Útlendingastofnunar í málum af þessum toga eða einstaka þætti hennar til athugunar að eigin frumkvæði. Afrit af bréfinu var sent innanríkisráðherra og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til upplýsinga,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis óskar meðal annars eftir því í bréfinu að honum verði afhent yfirlit yfir þær umsóknir sem borist hafa um mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum allt frá því lög um útlendinga tóku hér gildi árið 2010.

Hann fer meðal annars fram á að fá upplýsingar um hvenær umsóknir hafi borist og hvenær þær hafi verið afgreiddar. Hvort viðkomandi umsókn var samþykkt, niðurstaðan hafi verið kærð og hver niðurstaða æðra stjórnvalds hafi verið liggi hún fyrir.

Bréfið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert