Þingið ekki tilbúið í ESB-málinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. AFP

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Alþingi ekki hafa verið tilbúið að taka á ESB-málinu. Þess vegna hafi hann sent Evrópusambandinu bréf og óskað þess að Ísland yrði ekki lengur álitið umsóknarríki. Málið hafi verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar.

Gunnar Bragi kaus að ræða ekki við Morgunblaðið eftir að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sagði í samtali við blaðið 25. nóvember að ESB-umsóknin frá 2009 frá mögulega enn í gildi. Það gerðist svo í málinu að Morgunblaðið fékk það svar frá ESB í byrjun þessa mánaðar að staða umsóknarinnar væri innanlandsmál á Íslandi. Var því látið ósvarað hvort umsóknin væri mögulega enn í gildi.

Gunnar Bragi tjáir sig nú hins vegar um Evrópumálin í samtali við helgarútgáfu DV. Er þar hvorki vikið að ummælum sendiherrans, né svari ESB um stöðu umsóknarinnar. Hér er hlekkur á viðtalið á vef DV.

Þar ræðir blaðamaðurinn, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, við Gunnar Braga um aðdraganda bréfsins umdeilda, sem sent var til ESB 12. mars, á þennan veg:

Gengið vel í ESB-málinu

„Það var auðvitað þessi stóra áskorun sem sneri að Evrópumálunum og eftir að ég og forsætisráðherra höfðum rætt þetta okkar á milli ásamt varaformanni flokksins var þetta niðurstaðan. Ég sé ekki eftir því. Þetta er gríðarlega skemmtilegt ráðuneyti og ég held að mér hafi gengið þokkalega. Mér gekk vel með verkefnið varðandi Evrópusambandið, vil ég meina,“ segir Gunnar Bragi og vísar þar til þess þegar aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið var slitið í mars á þessu ári með bréfi sem hann afhenti formanni þess.

Það kom mörgum á óvart að það skyldi gerast á þessum tímapunkti, enda hafði málið ekki verið rætt á Alþingi. Töldu sumir að þessi vinnubrögð væru aðför að þingræðinu. Gunnar Bragi segir málið hins vegar hafa verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar og að hann hafi haft fullt umboð til að slíta viðræðunum með þessum hætti.

„Þingið var ekki tilbúið að taka á málinu og þessi leið sem var farin var fullkomlega eðlileg og heimil. Bréfið fór fyrir ríkisstjórn og það lá samþykkt á bak við það. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart, en við vorum búin að undirbúa þetta býsna vel. Margt var sagt sem var ekki rétt og Evrópusambandið hrökk svolítið við, enda höfðu þeir aldrei kynnst því að þjóð hætti við viðræðurnar. Það tók þá því svolítinn tíma að bregðast við, sem þeir gerðu á endanum. En ég tel þetta vera eitt af góðu málunum sem við höfum náð í gegn í ráðuneytinu,“ segir Gunnar Bragi í samtali við DV.

Sagðist hafa haldið ESB-mönnum upplýstum

Þau ummæli Gunnars Braga að ESB hafi „hrokkið við“ og það tekið sambandið langan tíma að bregðast við bréfinu vekja athygli í ljósi fyrri yfirlýsinga hans í málinu.

Þannig sagði Gunnar Bragi í samtali við Morgunblaðið 18. mars, eða nokkrum dögum eftir að hann sendi bréfið, að samskipti hans og utanríkisráðuneytisins við fulltrúa Evrópusambandsins hefðu þá hafist fyrir tveimur til þremur vikum. Það hafi verið aðdragandinn að þeirri ákvörðun hans að senda bréf til ESB þar sem þess er óskað að Ísland hafi ekki lengur stöðu umsóknarríkis. Hann hafi rætt málin við Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem þá gegndi formennsku í ESB. Þá sagði ráðherrann í sama viðtali að hagsmunamat hafi ráðið því að málið hafi ekki farið fyrir þingið. Til upprifjunar lagði ráðherrann fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknarinnar í ársbyrjun 2014, sem síðan dagaði uppi í þinginu.

Umsóknin var samþykkt á Alþingi sumarið 2009 og hófust aðildarviðræðurnar formlega sumarið 2010. Vinstristjórnin setti viðræðurnar á ís í janúar 2013, eða nokkrum mánuðum fyrir þingkosningarnar þá um vorið.

Vildu nálgast málið í rólegheitum

Umrædd orðaskipti við ráðherrann í viðtalinu í Morgunblaðinu 18. mars voru svohljóðandi:

„Samskiptin hafa verið þannig að ég hef átt samtöl við lettneskan kollega minn sem er nú í forsvari fyrir Evrópusambandið og embættismenn í ráðuneytinu hafa átt samtöl við embættismenn hjá Evrópusambandinu. Þetta er allt á óformlegum nótum. Það er einfaldlega verið að ræða hlutina, hvernig væri hægt að gera þetta og hvernig menn myndu mögulega bregðast við og annað slíkt. En að sjálfsögðu hefði Evrópusambandið aldrei getað sagt okkur eitthvað eitt ákveðið í því. Það sem við vorum fyrst og fremst að gera var að upplýsa um fyrirætlanir okkar og halda þeim upplýstum.“

Þú hefur nefnt í viðtali að það væri mat ykkar að ekki bæri að fara fram með „offorsi“ í málinu. Hvenær komist þið að þeirri niðurstöðu að þetta sé besti farvegurinn?

„Í raun má segja að við höfum gert það strax 2013 þegar við ákváðum að fara ekki hreinlega fram með tillögu þá. Við vildum nálgast málið í rólegheitunum. Við hins vegar ákváðum það fyrir tveimur, þremur vikum – það var mín tillaga – að heyra í kollega mínum með þetta allt saman. Síðan hafa verið smávægileg óformleg samskipti um þetta allt saman sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að senda þetta bréf.“

Var eitthvað í viðbrögðum lettnesks kollega þíns eða embættismanna í Brussel sem styrkti þessa skoðun í sessi, að betra væri að gera þetta svona en ganga lengra?

„Nei, ekki beint þannig. Það er fyrst og fremst að hlutirnir skýrast oft betur þegar menn tala saman og það var nú fyrst og fremst það sem við vorum að gera. Við vorum vissir um það allan tímann að við gætum sent þetta bréf og höfðum fulla heimild til þess. Þannig að við vildum fyrst og fremst tryggja að þetta kæmi Evrópusambandinu ekki á óvart. Við vildum líka hlusta eftir því, að sjálfsögðu, hvernig þeir myndu mögulega bregðast við slíku bréfi. Þeir gátu vitanlega ekkert sagt okkur eða lofað okkur neinu.“

Ísland átti frumkvæðið

Kom fram í þeirra svörum að þeir óskuðu eftir því að það yrði ekki gengið lengra en þarna er gert?

„Nei, nei. Við áttum frumkvæðið að þessu öllu saman.“

Er sérstök ástæða fyrir því að ýta þessu úr vör í síðustu viku?

„Nei. Ef ég ætlaði að koma með mál inn í þingið þurfti það að gerast fyrir ákveðinn tíma. Ég taldi hins vegar að á þessum tímapunkti væri rétt að gera þetta með þessum hætti, eiga þessi samtöl. Það er engin sérstök ástæða fyrir tímasetningunni önnur en sú að auðvitað var komið að því að leggja fram þingmál eða fara þessa leið og það var best að draga það ekki of lengi,“ segir Gunnar Bragi en frestur til þess að leggja fram þingmál rennur út 31. mars.

Myndu beita málþófi

Hvaða afleiðingar hefði það haft fyrir Ísland að fara fram með „offorsi“ eins og þú orðar það?

„Ég reikna ekki með að stjórnarandstaðan myndi vilja greiða atkvæði um þetta mál, ekki frekar en sl. vor, þar sem hún beitti málþófi og kom í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Við myndum þá væntanlega þurfa að taka vorið og sumarið í málið. Ég held að það myndi hvorki þjóna hagsmunum Íslands, Evrópusambandsins né þjóðarinnar að vera í slíku rifrildi um hlut sem hægt er að klára á þennan hátt. Ég hugsa að Evrópusambandið skilji að það er engum greiði gerður með slíku, hvorki þeim né okkur. En þetta er leið sem er mjög skynsamleg af því að málið er löngu dautt.“

Kom einhvern tímann fram í samskiptum þínum við ESB að það áliti þetta ígildi afturköllunar?

„Fullltrúar ESB hafa aldrei tjáð sig um slíkt. Þeir segja, sem er mjög eðlilegt, að þetta sé innanríkismál, að þetta sé málefni Íslands, hvernig ríkisstjórnin orðar bréfið og tekur á þessu máli. Þeir munu hins vegar virða það sem kemur til þeirra. Ég held að það sé alveg skýrt hvað við erum að fara með þessu bréfi. Ég býst við að viðbrögð þeirra verði alveg skýr í því efni.“

Fékkstu þau viðbrögð að þetta skref hefði í för með sér að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki?

 „Þeir lofuðu okkur ekki neinum sérstökum viðbrögðum,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu við Morgunblaðið sem birtist 18. marsl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »