Þingið ekki tilbúið í ESB-málinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. AFP

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Alþingi ekki hafa verið tilbúið að taka á ESB-málinu. Þess vegna hafi hann sent Evrópusambandinu bréf og óskað þess að Ísland yrði ekki lengur álitið umsóknarríki. Málið hafi verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar.

Gunnar Bragi kaus að ræða ekki við Morgunblaðið eftir að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sagði í samtali við blaðið 25. nóvember að ESB-umsóknin frá 2009 frá mögulega enn í gildi. Það gerðist svo í málinu að Morgunblaðið fékk það svar frá ESB í byrjun þessa mánaðar að staða umsóknarinnar væri innanlandsmál á Íslandi. Var því látið ósvarað hvort umsóknin væri mögulega enn í gildi.

Gunnar Bragi tjáir sig nú hins vegar um Evrópumálin í samtali við helgarútgáfu DV. Er þar hvorki vikið að ummælum sendiherrans, né svari ESB um stöðu umsóknarinnar. Hér er hlekkur á viðtalið á vef DV.

Þar ræðir blaðamaðurinn, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, við Gunnar Braga um aðdraganda bréfsins umdeilda, sem sent var til ESB 12. mars, á þennan veg:

Gengið vel í ESB-málinu

„Það var auðvitað þessi stóra áskorun sem sneri að Evrópumálunum og eftir að ég og forsætisráðherra höfðum rætt þetta okkar á milli ásamt varaformanni flokksins var þetta niðurstaðan. Ég sé ekki eftir því. Þetta er gríðarlega skemmtilegt ráðuneyti og ég held að mér hafi gengið þokkalega. Mér gekk vel með verkefnið varðandi Evrópusambandið, vil ég meina,“ segir Gunnar Bragi og vísar þar til þess þegar aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið var slitið í mars á þessu ári með bréfi sem hann afhenti formanni þess.

Það kom mörgum á óvart að það skyldi gerast á þessum tímapunkti, enda hafði málið ekki verið rætt á Alþingi. Töldu sumir að þessi vinnubrögð væru aðför að þingræðinu. Gunnar Bragi segir málið hins vegar hafa verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar og að hann hafi haft fullt umboð til að slíta viðræðunum með þessum hætti.

„Þingið var ekki tilbúið að taka á málinu og þessi leið sem var farin var fullkomlega eðlileg og heimil. Bréfið fór fyrir ríkisstjórn og það lá samþykkt á bak við það. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart, en við vorum búin að undirbúa þetta býsna vel. Margt var sagt sem var ekki rétt og Evrópusambandið hrökk svolítið við, enda höfðu þeir aldrei kynnst því að þjóð hætti við viðræðurnar. Það tók þá því svolítinn tíma að bregðast við, sem þeir gerðu á endanum. En ég tel þetta vera eitt af góðu málunum sem við höfum náð í gegn í ráðuneytinu,“ segir Gunnar Bragi í samtali við DV.

Sagðist hafa haldið ESB-mönnum upplýstum

Þau ummæli Gunnars Braga að ESB hafi „hrokkið við“ og það tekið sambandið langan tíma að bregðast við bréfinu vekja athygli í ljósi fyrri yfirlýsinga hans í málinu.

Þannig sagði Gunnar Bragi í samtali við Morgunblaðið 18. mars, eða nokkrum dögum eftir að hann sendi bréfið, að samskipti hans og utanríkisráðuneytisins við fulltrúa Evrópusambandsins hefðu þá hafist fyrir tveimur til þremur vikum. Það hafi verið aðdragandinn að þeirri ákvörðun hans að senda bréf til ESB þar sem þess er óskað að Ísland hafi ekki lengur stöðu umsóknarríkis. Hann hafi rætt málin við Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem þá gegndi formennsku í ESB. Þá sagði ráðherrann í sama viðtali að hagsmunamat hafi ráðið því að málið hafi ekki farið fyrir þingið. Til upprifjunar lagði ráðherrann fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknarinnar í ársbyrjun 2014, sem síðan dagaði uppi í þinginu.

Umsóknin var samþykkt á Alþingi sumarið 2009 og hófust aðildarviðræðurnar formlega sumarið 2010. Vinstristjórnin setti viðræðurnar á ís í janúar 2013, eða nokkrum mánuðum fyrir þingkosningarnar þá um vorið.

Vildu nálgast málið í rólegheitum

Umrædd orðaskipti við ráðherrann í viðtalinu í Morgunblaðinu 18. mars voru svohljóðandi:

„Samskiptin hafa verið þannig að ég hef átt samtöl við lettneskan kollega minn sem er nú í forsvari fyrir Evrópusambandið og embættismenn í ráðuneytinu hafa átt samtöl við embættismenn hjá Evrópusambandinu. Þetta er allt á óformlegum nótum. Það er einfaldlega verið að ræða hlutina, hvernig væri hægt að gera þetta og hvernig menn myndu mögulega bregðast við og annað slíkt. En að sjálfsögðu hefði Evrópusambandið aldrei getað sagt okkur eitthvað eitt ákveðið í því. Það sem við vorum fyrst og fremst að gera var að upplýsa um fyrirætlanir okkar og halda þeim upplýstum.“

Þú hefur nefnt í viðtali að það væri mat ykkar að ekki bæri að fara fram með „offorsi“ í málinu. Hvenær komist þið að þeirri niðurstöðu að þetta sé besti farvegurinn?

„Í raun má segja að við höfum gert það strax 2013 þegar við ákváðum að fara ekki hreinlega fram með tillögu þá. Við vildum nálgast málið í rólegheitunum. Við hins vegar ákváðum það fyrir tveimur, þremur vikum – það var mín tillaga – að heyra í kollega mínum með þetta allt saman. Síðan hafa verið smávægileg óformleg samskipti um þetta allt saman sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að senda þetta bréf.“

Var eitthvað í viðbrögðum lettnesks kollega þíns eða embættismanna í Brussel sem styrkti þessa skoðun í sessi, að betra væri að gera þetta svona en ganga lengra?

„Nei, ekki beint þannig. Það er fyrst og fremst að hlutirnir skýrast oft betur þegar menn tala saman og það var nú fyrst og fremst það sem við vorum að gera. Við vorum vissir um það allan tímann að við gætum sent þetta bréf og höfðum fulla heimild til þess. Þannig að við vildum fyrst og fremst tryggja að þetta kæmi Evrópusambandinu ekki á óvart. Við vildum líka hlusta eftir því, að sjálfsögðu, hvernig þeir myndu mögulega bregðast við slíku bréfi. Þeir gátu vitanlega ekkert sagt okkur eða lofað okkur neinu.“

Ísland átti frumkvæðið

Kom fram í þeirra svörum að þeir óskuðu eftir því að það yrði ekki gengið lengra en þarna er gert?

„Nei, nei. Við áttum frumkvæðið að þessu öllu saman.“

Er sérstök ástæða fyrir því að ýta þessu úr vör í síðustu viku?

„Nei. Ef ég ætlaði að koma með mál inn í þingið þurfti það að gerast fyrir ákveðinn tíma. Ég taldi hins vegar að á þessum tímapunkti væri rétt að gera þetta með þessum hætti, eiga þessi samtöl. Það er engin sérstök ástæða fyrir tímasetningunni önnur en sú að auðvitað var komið að því að leggja fram þingmál eða fara þessa leið og það var best að draga það ekki of lengi,“ segir Gunnar Bragi en frestur til þess að leggja fram þingmál rennur út 31. mars.

Myndu beita málþófi

Hvaða afleiðingar hefði það haft fyrir Ísland að fara fram með „offorsi“ eins og þú orðar það?

„Ég reikna ekki með að stjórnarandstaðan myndi vilja greiða atkvæði um þetta mál, ekki frekar en sl. vor, þar sem hún beitti málþófi og kom í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Við myndum þá væntanlega þurfa að taka vorið og sumarið í málið. Ég held að það myndi hvorki þjóna hagsmunum Íslands, Evrópusambandsins né þjóðarinnar að vera í slíku rifrildi um hlut sem hægt er að klára á þennan hátt. Ég hugsa að Evrópusambandið skilji að það er engum greiði gerður með slíku, hvorki þeim né okkur. En þetta er leið sem er mjög skynsamleg af því að málið er löngu dautt.“

Kom einhvern tímann fram í samskiptum þínum við ESB að það áliti þetta ígildi afturköllunar?

„Fullltrúar ESB hafa aldrei tjáð sig um slíkt. Þeir segja, sem er mjög eðlilegt, að þetta sé innanríkismál, að þetta sé málefni Íslands, hvernig ríkisstjórnin orðar bréfið og tekur á þessu máli. Þeir munu hins vegar virða það sem kemur til þeirra. Ég held að það sé alveg skýrt hvað við erum að fara með þessu bréfi. Ég býst við að viðbrögð þeirra verði alveg skýr í því efni.“

Fékkstu þau viðbrögð að þetta skref hefði í för með sér að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki?

 „Þeir lofuðu okkur ekki neinum sérstökum viðbrögðum,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu við Morgunblaðið sem birtist 18. marsl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Í gær, 14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Í gær, 13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

Í gær, 12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Í gær, 11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

Í gær, 11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

Í gær, 10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

Í gær, 08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

Í gær, 08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

Í gær, 08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

Í gær, 07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...