Þingið ekki tilbúið í ESB-málinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. AFP

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Alþingi ekki hafa verið tilbúið að taka á ESB-málinu. Þess vegna hafi hann sent Evrópusambandinu bréf og óskað þess að Ísland yrði ekki lengur álitið umsóknarríki. Málið hafi verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar.

Gunnar Bragi kaus að ræða ekki við Morgunblaðið eftir að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sagði í samtali við blaðið 25. nóvember að ESB-umsóknin frá 2009 frá mögulega enn í gildi. Það gerðist svo í málinu að Morgunblaðið fékk það svar frá ESB í byrjun þessa mánaðar að staða umsóknarinnar væri innanlandsmál á Íslandi. Var því látið ósvarað hvort umsóknin væri mögulega enn í gildi.

Gunnar Bragi tjáir sig nú hins vegar um Evrópumálin í samtali við helgarútgáfu DV. Er þar hvorki vikið að ummælum sendiherrans, né svari ESB um stöðu umsóknarinnar. Hér er hlekkur á viðtalið á vef DV.

Þar ræðir blaðamaðurinn, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, við Gunnar Braga um aðdraganda bréfsins umdeilda, sem sent var til ESB 12. mars, á þennan veg:

Gengið vel í ESB-málinu

„Það var auðvitað þessi stóra áskorun sem sneri að Evrópumálunum og eftir að ég og forsætisráðherra höfðum rætt þetta okkar á milli ásamt varaformanni flokksins var þetta niðurstaðan. Ég sé ekki eftir því. Þetta er gríðarlega skemmtilegt ráðuneyti og ég held að mér hafi gengið þokkalega. Mér gekk vel með verkefnið varðandi Evrópusambandið, vil ég meina,“ segir Gunnar Bragi og vísar þar til þess þegar aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið var slitið í mars á þessu ári með bréfi sem hann afhenti formanni þess.

Það kom mörgum á óvart að það skyldi gerast á þessum tímapunkti, enda hafði málið ekki verið rætt á Alþingi. Töldu sumir að þessi vinnubrögð væru aðför að þingræðinu. Gunnar Bragi segir málið hins vegar hafa verið þaulrætt innan ríkisstjórnarinnar og að hann hafi haft fullt umboð til að slíta viðræðunum með þessum hætti.

„Þingið var ekki tilbúið að taka á málinu og þessi leið sem var farin var fullkomlega eðlileg og heimil. Bréfið fór fyrir ríkisstjórn og það lá samþykkt á bak við það. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart, en við vorum búin að undirbúa þetta býsna vel. Margt var sagt sem var ekki rétt og Evrópusambandið hrökk svolítið við, enda höfðu þeir aldrei kynnst því að þjóð hætti við viðræðurnar. Það tók þá því svolítinn tíma að bregðast við, sem þeir gerðu á endanum. En ég tel þetta vera eitt af góðu málunum sem við höfum náð í gegn í ráðuneytinu,“ segir Gunnar Bragi í samtali við DV.

Sagðist hafa haldið ESB-mönnum upplýstum

Þau ummæli Gunnars Braga að ESB hafi „hrokkið við“ og það tekið sambandið langan tíma að bregðast við bréfinu vekja athygli í ljósi fyrri yfirlýsinga hans í málinu.

Þannig sagði Gunnar Bragi í samtali við Morgunblaðið 18. mars, eða nokkrum dögum eftir að hann sendi bréfið, að samskipti hans og utanríkisráðuneytisins við fulltrúa Evrópusambandsins hefðu þá hafist fyrir tveimur til þremur vikum. Það hafi verið aðdragandinn að þeirri ákvörðun hans að senda bréf til ESB þar sem þess er óskað að Ísland hafi ekki lengur stöðu umsóknarríkis. Hann hafi rætt málin við Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem þá gegndi formennsku í ESB. Þá sagði ráðherrann í sama viðtali að hagsmunamat hafi ráðið því að málið hafi ekki farið fyrir þingið. Til upprifjunar lagði ráðherrann fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknarinnar í ársbyrjun 2014, sem síðan dagaði uppi í þinginu.

Umsóknin var samþykkt á Alþingi sumarið 2009 og hófust aðildarviðræðurnar formlega sumarið 2010. Vinstristjórnin setti viðræðurnar á ís í janúar 2013, eða nokkrum mánuðum fyrir þingkosningarnar þá um vorið.

Vildu nálgast málið í rólegheitum

Umrædd orðaskipti við ráðherrann í viðtalinu í Morgunblaðinu 18. mars voru svohljóðandi:

„Samskiptin hafa verið þannig að ég hef átt samtöl við lettneskan kollega minn sem er nú í forsvari fyrir Evrópusambandið og embættismenn í ráðuneytinu hafa átt samtöl við embættismenn hjá Evrópusambandinu. Þetta er allt á óformlegum nótum. Það er einfaldlega verið að ræða hlutina, hvernig væri hægt að gera þetta og hvernig menn myndu mögulega bregðast við og annað slíkt. En að sjálfsögðu hefði Evrópusambandið aldrei getað sagt okkur eitthvað eitt ákveðið í því. Það sem við vorum fyrst og fremst að gera var að upplýsa um fyrirætlanir okkar og halda þeim upplýstum.“

Þú hefur nefnt í viðtali að það væri mat ykkar að ekki bæri að fara fram með „offorsi“ í málinu. Hvenær komist þið að þeirri niðurstöðu að þetta sé besti farvegurinn?

„Í raun má segja að við höfum gert það strax 2013 þegar við ákváðum að fara ekki hreinlega fram með tillögu þá. Við vildum nálgast málið í rólegheitunum. Við hins vegar ákváðum það fyrir tveimur, þremur vikum – það var mín tillaga – að heyra í kollega mínum með þetta allt saman. Síðan hafa verið smávægileg óformleg samskipti um þetta allt saman sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að senda þetta bréf.“

Var eitthvað í viðbrögðum lettnesks kollega þíns eða embættismanna í Brussel sem styrkti þessa skoðun í sessi, að betra væri að gera þetta svona en ganga lengra?

„Nei, ekki beint þannig. Það er fyrst og fremst að hlutirnir skýrast oft betur þegar menn tala saman og það var nú fyrst og fremst það sem við vorum að gera. Við vorum vissir um það allan tímann að við gætum sent þetta bréf og höfðum fulla heimild til þess. Þannig að við vildum fyrst og fremst tryggja að þetta kæmi Evrópusambandinu ekki á óvart. Við vildum líka hlusta eftir því, að sjálfsögðu, hvernig þeir myndu mögulega bregðast við slíku bréfi. Þeir gátu vitanlega ekkert sagt okkur eða lofað okkur neinu.“

Ísland átti frumkvæðið

Kom fram í þeirra svörum að þeir óskuðu eftir því að það yrði ekki gengið lengra en þarna er gert?

„Nei, nei. Við áttum frumkvæðið að þessu öllu saman.“

Er sérstök ástæða fyrir því að ýta þessu úr vör í síðustu viku?

„Nei. Ef ég ætlaði að koma með mál inn í þingið þurfti það að gerast fyrir ákveðinn tíma. Ég taldi hins vegar að á þessum tímapunkti væri rétt að gera þetta með þessum hætti, eiga þessi samtöl. Það er engin sérstök ástæða fyrir tímasetningunni önnur en sú að auðvitað var komið að því að leggja fram þingmál eða fara þessa leið og það var best að draga það ekki of lengi,“ segir Gunnar Bragi en frestur til þess að leggja fram þingmál rennur út 31. mars.

Myndu beita málþófi

Hvaða afleiðingar hefði það haft fyrir Ísland að fara fram með „offorsi“ eins og þú orðar það?

„Ég reikna ekki með að stjórnarandstaðan myndi vilja greiða atkvæði um þetta mál, ekki frekar en sl. vor, þar sem hún beitti málþófi og kom í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Við myndum þá væntanlega þurfa að taka vorið og sumarið í málið. Ég held að það myndi hvorki þjóna hagsmunum Íslands, Evrópusambandsins né þjóðarinnar að vera í slíku rifrildi um hlut sem hægt er að klára á þennan hátt. Ég hugsa að Evrópusambandið skilji að það er engum greiði gerður með slíku, hvorki þeim né okkur. En þetta er leið sem er mjög skynsamleg af því að málið er löngu dautt.“

Kom einhvern tímann fram í samskiptum þínum við ESB að það áliti þetta ígildi afturköllunar?

„Fullltrúar ESB hafa aldrei tjáð sig um slíkt. Þeir segja, sem er mjög eðlilegt, að þetta sé innanríkismál, að þetta sé málefni Íslands, hvernig ríkisstjórnin orðar bréfið og tekur á þessu máli. Þeir munu hins vegar virða það sem kemur til þeirra. Ég held að það sé alveg skýrt hvað við erum að fara með þessu bréfi. Ég býst við að viðbrögð þeirra verði alveg skýr í því efni.“

Fékkstu þau viðbrögð að þetta skref hefði í för með sér að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki?

 „Þeir lofuðu okkur ekki neinum sérstökum viðbrögðum,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu við Morgunblaðið sem birtist 18. marsl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...