Albanarnir fá ríkisborgararétt

Kast­rijot og Xhul­ia Pepoj fá íslenskan ríkisborgararétt.
Kast­rijot og Xhul­ia Pepoj fá íslenskan ríkisborgararétt. Ljósmynd/DV

Albönsku fjölskyldurnar tvær sem voru sendar úr landi fyrir skömmu fá íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd Alþingis fundaði um málið í dag.

Mikil umræða skapaðist í þjóðfélaginu eftir að fjölskyldunum var vísað úr landi, sérstaklega í ljósi þess að í báðum fjölskyldum eru langveik börn.

Búið er að birta frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar á vef Alþingis. Þar má sjá að fjórir Sýrlendingar eru einnig á meðal þeirra sem fá ríkisborgararétt en þar í landi ríkir mikið ófremdarástand. 

Alls fá 49 manns íslenskan ríkisborgararétt, samkvæmt frumvarpinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert