Höfundarnir hlaupa undir bagga

Rithöfundar afgreiddu í dag viðskiptavini bókabúðar Máls & menningar á Laugavegi og vísuðu þeim til vegar í jólabókaflóðinu.

Síðastliðin ár hefur sú venja skapast að höfundar hafa hlaupið undir bagga með starfsmönnum bókabúðarinnar á mesta háannatímanum, sem er einmitt að bresta á um þessar mundir. Höfundar nýútkominna bóka aðstoða þá gesti og gangandi að velja bækur í jólapakkana.

Í dag stóðu Auður Jónsdóttir, Gerður Kristný og Jón Gnarr vaktina frá 15 til 17. Morgundagurinn verður þó öllu glæpsamlegri þegar þær stöllur Yrsa og Lilja Sigurðardætur mæta, einnig á milli 15 og 17.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert