Skipulögð áskorun um að þyrma Eldvörpum

Eldvörp eru skammt frá Svartsengi.
Eldvörp eru skammt frá Svartsengi. Ljósmynd/Mannvit hf

HS Orka hefur fengið framkvæmdaleyfi hjá Grindavíkurbæ til rannsóknaborana í Eldvörpum. Hafin er söfnun undirskrifta á netinu þar sem skorað er á Grindavíkurbæ og HS Orku að þyrma Eldvörpum.

Söfnun undirskrifta gegn framkvæmdum í Eldvörpum fer fram á alþjóðlegum undirskriftavef, Avaaz.org. Þar höfðu í gær 1.370 einstaklingar frá ýmsum löndum skorað á Grindavíkurbæ að afturkalla leyfi til tilraunaborana og HS Orku að hætta við áform um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Það er meðal annars rökstutt með vísan til mikilvægis þess að halda svæðinu óröskuðu svo núverandi og komandi kynslóðir geti notið einstakra upplifana í Eldvörpum. Eldvörp eru gígaröð, um fimm kílómetra frá Svartsengi við Grindavík, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert